Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist hafa varað við því að reynt yrði að mynda Evrópusinnaða stjórn með Samfylkingu og Viðreisn í forgrunni. Hann segir það vekja furðu hvað Flokkur fólksins virðist vera reiðubúinn að hverfa frá áherslumálum sínum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist hafa varað við því að reynt yrði að mynda Evrópusinnaða stjórn með Samfylkingu og Viðreisn í forgrunni. Hann segir það vekja furðu hvað Flokkur fólksins virðist vera reiðubúinn að hverfa frá áherslumálum sínum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist hafa varað við því að reynt yrði að mynda Evrópusinnaða stjórn með Samfylkingu og Viðreisn í forgrunni. Hann segir það vekja furðu hvað Flokkur fólksins virðist vera reiðubúinn að hverfa frá áherslumálum sínum.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti eftir fund sinn með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, fyrr í dag að þær hefðu ákveðið að hefja viðræður um stjórnarsamstarf strax í fyrramálið.
Blaðamaður náði tali af Sigmundi eftir fund formannanna þriggja.
„Þetta er það sem maður óttaðist og varaði við fyrir kosningar, að það yrði reynt að búa til ESB-stjórn Samfylkingar og Viðreisnar með einum hjálparflokki. Mér sýnist Flokkur fólksins vera furðu mikið til í að hverfa frá ýmsum áherslumálum sínum til þess að komast í stjórnina. Það er samt ekkert víst að þetta klárist þannig ég bíð átektar og fylgist með,“ segir Sigmundur spurður út í viðbrögð sín við tíðindum dagsins.
Hann segir næstu skref hjá þingflokki Miðflokksins vera að funda saman með öllum sem honum tilheyra.
„Við funduðum aðeins áðan og ætlum svo að taka til gamans stuttan fund í litla þingflokksherberginu okkar og sjá hvort allur þingflokkurinn komist þar fyrir. Það gæti verið dálítið þröngt um mannskapinn.“