Alma gerir ekki kröfu um ráðherrastól

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Alma gerir ekki kröfu um ráðherrastól

„Þrátt fyrir heimild í lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað hyggst ég segja landlæknisstarfinu lausu svo hægt sé að auglýsa það og hefja ráðningarferli hið fyrsta,“ segir Alma Möller landlæknir er hún var spurð hvort hún hygðist taka sér frí frá störfum þegar hún tæki sæti á Alþingi.

Alma gerir ekki kröfu um ráðherrastól

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Alma Möller kveðst ekki gera kröfu um ráðherrastól, en hefur …
Alma Möller kveðst ekki gera kröfu um ráðherrastól, en hefur þó verið orðuð við heilbrigðisráðuneytið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þrátt fyrir heimild í lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað hyggst ég segja landlæknisstarfinu lausu svo hægt sé að auglýsa það og hefja ráðningarferli hið fyrsta,“ segir Alma Möller landlæknir er hún var spurð hvort hún hygðist taka sér frí frá störfum þegar hún tæki sæti á Alþingi.

„Þrátt fyrir heimild í lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað hyggst ég segja landlæknisstarfinu lausu svo hægt sé að auglýsa það og hefja ráðningarferli hið fyrsta,“ segir Alma Möller landlæknir er hún var spurð hvort hún hygðist taka sér frí frá störfum þegar hún tæki sæti á Alþingi.

Hún segist ekki munu þiggja biðlaun þótt hún eigi rétt á því þar sem hún sé að hverfa til nýrra verkefna í opinberri þjónustu.

Heilbrigðismálin hjartfólgin

Spurð hver verði hennar helstu áherslumál á þingi segir Alma að það séu heilbrigðismál, efnahagsmál, húsnæðismál, atvinnu- og kjaramál, orkumál og samgöngur.

„Heilbrigðismálin liggja næst hjartanu og þá ekki síst málefni okkar elstu borgara sem og málefni barna og ungmenna, líðan þeirra, heilsa og menntun, einnig geðheilbrigðismál almennt. Enn fremur vil ég leggja áherslu á lýðheilsu enda efling lýðheilsu mikilvæg til framtíðar, til að minnka eða seinka þörf fyrir heilbrigðisþjónustu.“

Gerir þú kröfu um ráðherrastól?

„Ég geri ekki slíkar kröfur. Fyrst er að mynda stjórn og ef Samfylkingin verður þar aðili er það formaður flokksins sem ákveður hver er best fallinn til að sinna þeim verkefnum sem falla flokknum í skaut.“

mbl.is