Fundi lokið í dag: Kristrún veitir viðtal

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Fundi lokið í dag: Kristrún veitir viðtal

Fundi formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið í dag. 

Fundi lokið í dag: Kristrún veitir viðtal

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Kristrún Frostadóttir ræðir við mbl.is seinna í dag um framgang …
Kristrún Frostadóttir ræðir við mbl.is seinna í dag um framgang viðræðnanna. mbl.is/Karítas

Fundi formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið í dag. 

Fundi formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið í dag. 

Þetta staðfestir Ólafur Kjaran, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is. 

Seinna í dag mun Kristrún ræða við mbl.is um framgang viðræðnanna og mbl.is mun greina frá því viðtali. Ekki er vitað hvar fundurinn fór fram þar sem formenn flokkanna vildu halda því út af fyrir sig. 

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði í skriflegu svari við mbl.is eftir hádegi í dag að viðræður myndu halda áfram á morgun. 

mbl.is