Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, kveðst ekki gera kröfu um ráðherrastól komist Flokkur fólksins í ríkisstjórn. Þó ef flokknum stendur til boða ráðuneyti sem hún telur sig hæfasta til að sinna þá mun hún gera kröfu þess efnis.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, kveðst ekki gera kröfu um ráðherrastól komist Flokkur fólksins í ríkisstjórn. Þó ef flokknum stendur til boða ráðuneyti sem hún telur sig hæfasta til að sinna þá mun hún gera kröfu þess efnis.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, kveðst ekki gera kröfu um ráðherrastól komist Flokkur fólksins í ríkisstjórn. Þó ef flokknum stendur til boða ráðuneyti sem hún telur sig hæfasta til að sinna þá mun hún gera kröfu þess efnis.
Þetta segir Ásthildur í samtali við mbl.is en Flokkur fólksins fékk 20% fylgi í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum þingkosningum.
Ertu með kröfu um ákveðið ráðuneyti komist flokkurinn í ríkisstjórn?
„Nei, ég er það ekki. Ég hef löngum talið það að ráðuneytin eigi að fara til þeirra sem eru hæfastir í hverju málefni fyrir sig. Það á svo sem eftir að koma í ljós hvaða ráðuneyti við fáum. Ef það er ráðuneyti sem ég tel mig kannski hæfari en aðra í þá mun ég gera kröfu þess efnis en annars ekki,“ segir Ásthildur.
Hún kveðst ekki til í að ræða það á þessari stundu hvort að hún sé með óskaráðuneyti ef henni stæði til boða að handvelja ráðuneyti.
Ásthildur er núna starfandi forseti Alþingis og hún segir þetta vera nokkuð sérstakt. Hún verður í stöðunni þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð og nýr forseti kjörinn.
„Það er margt sem þarf að koma sér inn í og þetta er svolítið sérstakt að vera komin í þessa stöðu óvænt. Ýmislegt sem þarf að koma sér inn í en áhugavert að takast á við þetta,“ segir Ásthildur.
Þing er ekki komið aftur til starfa og mun ekki gera það fyrr en ný ríkisstjórn er mynduð, nema það taki meira en tíu vikur að mynda ríkisstjórn. Ásthildur verður þá að boða þing saman 8. febrúar.