Halda viðræðum áfram á morgun

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Halda viðræðum áfram á morgun

Formenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar ræða nú saman um myndun ríkisstjórnar og munu halda þeim viðræðum áfram á morgun.

Halda viðræðum áfram á morgun

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og …
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eyþór

Formenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar ræða nú saman um myndun ríkisstjórnar og munu halda þeim viðræðum áfram á morgun.

Formenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og Viðreisnar ræða nú saman um myndun ríkisstjórnar og munu halda þeim viðræðum áfram á morgun.

Þetta segir Inga Sæland í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is. 

Hún segir að viðræður gangi vel, en í morgun sagði hún að fundur hefði átt að hefjast klukkan 10. 

„Viðræður í gangi. Gengur vel og áframhald viðræðna á morgun,“ skrifar Inga í svari við fyrirspurn blaðamanns klukkan 13. 

Ekkert gefið upp um fundarstað

Ekki er vitað hvar nákvæmlega Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, og Inga eru að funda.

Í morgun sagði Inga að það væri leyndarmál hvar þær ætluðu að funda. 

Formennirnir gefa ekki upp fundarstað og þá virðast þingmenn í flokkunum sjálfum ekki vita hvar formennirnir funda, miðað við svör þeirra við fyrirspurnum mbl.is.

mbl.is