Hanna gerir ekki kröfu um ráðherrastól

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Hanna gerir ekki kröfu um ráðherrastól

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, gerir ekki kröfu um ráðherrastól komist Viðreisn í ríkisstjórn.

Hanna gerir ekki kröfu um ráðherrastól

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Hanna Katrín gerir aðeins kröfu um samstillta ríkisstjórn.
Hanna Katrín gerir aðeins kröfu um samstillta ríkisstjórn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, gerir ekki kröfu um ráðherrastól komist Viðreisn í ríkisstjórn.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, gerir ekki kröfu um ráðherrastól komist Viðreisn í ríkisstjórn.

Þetta segir Hanna í samtali við mbl.is.

Gerir þú kröfu um ráðherrastól ef Viðreisn fer í ríkisstjórn?

„Nei. Ég er ekki með neina kröfu um neitt annað en við leggjum okkur fram við að reyna að mynda samstillta ríkisstjórn sem vinnur að málum sem við höfum sett á oddinn,“ segir hún og nefnir verðbólgu og vexti sem og biðlista.

Þorgerður Katrín með fullt umboð

Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins standa yfir og til stóð að fundur myndi hefjast klukkan 10 í morgun, að sögn Ingu Sæland. 

Hanna segir ekkert fast í hendi og því ómögulegt að tjá sig og hvernig henni líst á mögulegt samstarf þessara þriggja flokka.

„Þorgerður Katrín [formaður Viðreisnar] er með fullt umboð þingflokksins til að taka þessar viðræður áfram en við höfum ekkert séð enn þá og vitum ekkert hvernig niðurstaða kemur úr slíkum viðræðum,“ segir Hanna.

mbl.is