Könnun Gallup nálægt úrslitum kosninga

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Könnun Gallup nálægt úrslitum kosninga

Almennt voru niðurstöður helstu viðhorfskannana sem gerðar voru rétt fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar nokkuð nærri úrslitum kosninganna.

Könnun Gallup nálægt úrslitum kosninga

Alþingiskosningar 2024 | 4. desember 2024

Stórt hlutfall kjósenda ákveður á kjördag hvaða flokk það kýs …
Stórt hlutfall kjósenda ákveður á kjördag hvaða flokk það kýs í kosningum. mbl.is/Ólafur Árdal

Almennt voru niðurstöður helstu viðhorfskannana sem gerðar voru rétt fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar nokkuð nærri úrslitum kosninganna.

Almennt voru niðurstöður helstu viðhorfskannana sem gerðar voru rétt fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar nokkuð nærri úrslitum kosninganna.

Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að þegar nýjasta kosningakönnun Gallup sem birt var daginn fyrir kjördag er borin saman við niðurstöður kosninga sést að meðalfrávik í könnun Gallup er aðeins 0,9 prósentustig.

Þegar eingöngu eru skoðaðir þeir flokkar sem buðu fram á landsvísu er meðalfrávikið örlítið hærra, eða 1,0 prósentustig, og frávikið er það sama þegar skoðaðir eru þeir sem fengu yfir 1% fylgi. Þetta teljast lítil frávík og er meðalfrávik Gallup lægst af þeim fyrirtækjum sem birtu fylgiskannanir fyrir kosningar.

Mælingar Gallup sýna að stórt hlutfall kjósenda ákveður á kjördag hvaða flokk það kýs í kosningum. Í kosningamælingum Gallup undanfarin ár hafa á bilinu 16-29% kjósenda ákveðið sig á kjördag.

mbl.is