Í dag eru sléttar tvær vikur frá því eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni hófst, það sjötta á þessu ári og það sjöunda í gígaröðinni frá því í desember á síðasta ári.
Í dag eru sléttar tvær vikur frá því eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni hófst, það sjötta á þessu ári og það sjöunda í gígaröðinni frá því í desember á síðasta ári.
Í dag eru sléttar tvær vikur frá því eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni hófst, það sjötta á þessu ári og það sjöunda í gígaröðinni frá því í desember á síðasta ári.
„Við erum ekki farin að sjá enn þá hraunflæðið eitthvað vera að minnka neitt að ráði síðustu daga og virknin í gosinu virðist vera nokkuð stöðug og hefur verið það í vikutíma,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
Aflögunargögn sýna að jafnvægi er á milli streymis kviku inn í söfnunarsvæðið undir Svartsengi og flæðis kviku upp á yfirborð úr virka gígnum. Benedikt segir að flæðið í þessu gosi sé stöðugra heldur en hefur verið í síðustu gosum sem hafi minnkað hratt.
„Við sjáum engin merki um aflögun, hvorki sig né ris, sem bendir til þess að gosið sé í einhvers konar jafnvægi og það gæti alveg haldið áfram að malla í einhverjar vikur til viðbótar,“ segir hann.
Benedikt segir að eins og er þá sjáist engin merki um það að atburðarásinni á Sundhnúkagígaröðinni sé að ljúka.
„Maður veit aldrei hvenær síðasta gos er búið en það er mjög líklegt að við verðum að bíða eftir síðasta gosinu svolítið lengi. Menn lentu í því í Kröflueldunum hér um árið að það var beðið lengi eftir síðasta gosinu sem kom svo aldrei,“ segir Benedikt Gunnar.
Hann segir að eins og alltaf sé vel sé fylgst með gosinu en litlar breytingar hafa verið á hraunjaðrinum. Einn gígur er virkur í eldgosinu og hefur hann hlaðist upp sem eykur hættu á að hann brotni niður. Ef það gerist gæti hraun breytt um stefnu en miðað við staðsetningu gígsins eru innviðir ekki taldir vera í hættu.