Litlu jólamarkaðirnir víðs vegar um Evrópu eru algjör gull

Borgarferðir | 4. desember 2024

Litlu jólamarkaðirnir víðs vegar um Evrópu eru algjör gull

Með því að heimsækja minni jólamarkaði í helstu borgum Evrópu er hægt að styðja við innlenda framleiðslu með því að versla handverk og hönnum frá innlendum framleiðendum. 

Litlu jólamarkaðirnir víðs vegar um Evrópu eru algjör gull

Borgarferðir | 4. desember 2024

Þessir jólamarkaðir beina kastljósinu að handverksmönnum, allt frá kertasmiðum í …
Þessir jólamarkaðir beina kastljósinu að handverksmönnum, allt frá kertasmiðum í Helsinki til skartgripahönnuða í Kosice. Skjáskot/Instagram

Með því að heimsækja minni jólamarkaði í helstu borgum Evrópu er hægt að styðja við innlenda framleiðslu með því að versla handverk og hönnum frá innlendum framleiðendum. 

Með því að heimsækja minni jólamarkaði í helstu borgum Evrópu er hægt að styðja við innlenda framleiðslu með því að versla handverk og hönnum frá innlendum framleiðendum. 

Hvernig væri að dýfa sér í gleðina og njóta þess sem er hannað og framleitt af heimamönnum? Kræsingar, minjagripir, hönnun og gjafir. Allt í nánd við vinalegt hátíðarandrúmsloft og kannski með eins og eitt glas af glöggi í hendi.

Hringekja sem gengur fyrir endurnýjanlegri orku stendur í miðju jólamarkaðarins …
Hringekja sem gengur fyrir endurnýjanlegri orku stendur í miðju jólamarkaðarins á Senaatin-torgi Skjáskot/Instagram

Helsinki, Finnland

Jólamarkaðurinn á Senaatin-torginu í Helsinki vermir gestum um hjartarætur í desemberfrostinu. Yfir hundrað lítilla framleiðenda selja allt frá prjónuðum sokkum og handmáluðum kertum til silfurskartgripa sem sækja innblástur í finnska veturinn.

Falleg hringekja, knúin endurnýjanlegri orku, stendur í miðju jólamarkaðarins sem þekktur er fyrir minnkun úrgangs þar sem allt umframgóðgæti er gefið til góðgerðarsamtaka.

Á jólamörkuðum Ríga má finna ýmislegt góðgæti.
Á jólamörkuðum Ríga má finna ýmislegt góðgæti. Skjáskot/Instagram

Ríga, Lettland

Hvelfingartorgið í Ríga er undurfagurt umhverfi fyrir jólamarkaðinn í gamla bænum. Heimsókn á markaðinn getur breyst í veislu fyrir bragðlaukana, því ekki einungis eru seld þar bývaxkerti og ullarhanskar heldur einnig piragi-beikonbollur, reyktar pylsur og súrkál, ásamt heitum, nýkaramelliseruðum heslihnetum. 

Í Ríga má einnig finna jólamarkað í Kalnciema-hverfinu, hvern laugardag á aðventunni. Bændur, hönnuðir og listamenn víðs vegar að frá Lettlandi selja vörur eins og krukkur af Kimchi-súrkáli, útsaumaða inniskó, handmálaðar skálar og flöskur af hinu fræga Riga Black Balsam-líkjör.

Góðgæti á jólamarkaði í Vilníus.
Góðgæti á jólamarkaði í Vilníus. Skjáskot/Youtube
Hægt er að finna handgerðar gjafir og skraut.
Hægt er að finna handgerðar gjafir og skraut. Skjáskot

Vilníus, Litháen

Jólatréð á Dómkirkjutorginu í Vilníus er sett í nýjan búning ár hvert. Fyrri þemu hafa verið skák, ævintýri og, í tilefni af 700 ára afmæli borgarinnar í fyrra, risastór, lagskipt kaka.

Sé tréð í augsýn má gera ráð fyrir að aðaljólamarkaðurinn sé nálægt en þar eru seldar handgerðar jólagjafir.

Einnig er mælt með 18.-22. desember þegar hæfileikaríkir hönnuðir alls staðar frá Litháen setja fram stílhreinar vörur sínar á jólahönnunarmarkaðnum á Vincas Kudirka-torgi.

Í Kosice í Slóvakíu er um að gera að skála …
Í Kosice í Slóvakíu er um að gera að skála fyrir aðventunni í „medovina“. Skjáskot/Youtube

Kosice, Slóvakía

Bærinn Kosice er staðsettur í austurhluta Slóvakíu og þar er iðulega frost og snjór á þessum árstíma.

Í kuldanum er um að gera að skála fyrir aðventunni í „medovina“, sætum drykk sem er soðinn úr hunangi frá slóvenskum býflugnaræktendum.

Mælt er með MAME-jólamarkaðnum í Taback Kulturfabrik-menningarmiðstöðinni sem opinn er dagana 6. og 7. desember. Þar ber að líta fjársjóð handverks og hönnunar frá teiknurum, skartgripaframleiðendum, grafískum hönnuðum og súkkulaðiframleiðendum.

Elsti jólamarkaður Svíþjóðar er í Gamla Stan í Stokkhólmi.
Elsti jólamarkaður Svíþjóðar er í Gamla Stan í Stokkhólmi. Skjáskot/Youtube

Stokkhólmur, Svíþjóð

Hægt er að velja um jólamarkaði í Stokkhólmi, en elsti markaður Svíþjóðar sem er í gamla bænum (Gamla Stan) er ómissandi. Sá markaður skaut fyrst rótum 1837.

Ágóði sölu Fair Christmas pop-up markaðarins rennur til samtaka sem vinna að mannréttinda- og umhverfismálum. Markaðurinn er opinn 7.-8. desember.

Ekki gleyma að kíkja í Färgfabriken-verksmiðjuna sem er einnig pop-up markaður og hefur verið breytt í nútímalistagallerí þar sem hægt er að versla smart gjafir undir lifandi tónlist ýmissa hljómsveita. Markaðurinn er opinn dagana 14. og 15. desember.

Euro News

mbl.is