Manndrápsmál á borði ákæruvaldsins

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 4. desember 2024

Manndrápsmál á borði ákæruvaldsins

Lögreglan hefur lokið rannsókn á manndrápsmálinu sem tengist líkfundinum við Krýsuvíkurveg í september. 

Manndrápsmál á borði ákæruvaldsins

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 4. desember 2024

Lögregla við störf á vettvangi. Líkið fannst nærri Vatnsskarði á …
Lögregla við störf á vettvangi. Líkið fannst nærri Vatnsskarði á Sveifluhálsi, norðan Kleifarvatns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan hefur lokið rannsókn á manndrápsmálinu sem tengist líkfundinum við Krýsuvíkurveg í september. 

Lögreglan hefur lokið rannsókn á manndrápsmálinu sem tengist líkfundinum við Krýsuvíkurveg í september. 

Málið fer nú á borð saksóknara að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttir, aðstoðar yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem staðfesti við mbl.is að rannsókninni væri lokið að hálfu lögreglunnar. 

Málið þekkja lesendur líklega vel en þjóðin var slegin óhug þegar lögreglunni var tilkynnt um lík 10 ára gamallar stúlku skammt frá Krýsuvíkurvegi. 

Lögreglan greindi frá því síðar að faðir stúlkunnar væri grunaður um að hafa banað henni en hann hafði haft samband við lögregluna og vísað á líkið. 

mbl.is