Nefndarmenn sammála í Seðlabankanum

Vextir á Íslandi | 4. desember 2024

Nefndarmenn sammála í Seðlabankanum

Fram kemur í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans að nefndarmenn voru sammála um að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig eins og gert var í nóvember. 

Nefndarmenn sammála í Seðlabankanum

Vextir á Íslandi | 4. desember 2024

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram kemur í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans að nefndarmenn voru sammála um að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig eins og gert var í nóvember. 

Fram kemur í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans að nefndarmenn voru sammála um að lækka stýrivexti um 0,5 prósentustig eins og gert var í nóvember. 

Í umræðum um ganga mála kom fram að allir nefndarmenn hafi verið þeirrar skoðunar að lækka skyldi vexti bankans. Rætt var um hvort lækka skyldi vextina um 0,25 eða 0,5 prósentur. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lagði í framhaldinu til að lækka vexti bankans um 0,5 og var tillagan samþykkt af öllum nefndarmönnum. 

Auk Ásgeirs sátu eftirfarandi nefndarmenn fundinn: Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu, Tómas Brynjólfsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Herdís Steingrímsdóttir dósent og Ásgerður Ósk Pétursdóttir lektor. Auk þeirra sat Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans fundinn. 

„Nefndin var sammála um að áfram hefði hægt á efnahagsumsvifum og margir þættir hefðu þokast í rétta átt. Dregið hefði úr umfangi verðhækkana og bæði innlend og innflutt verðbólga minnkað. Fram kom að horfur væru á að verðbólga myndi hjaðna hraðar en áður var talið og verðbólguhorfur því batnað,“ segir meðal annars í fundargerðinni. 

„Ef fram héldi sem horfði væri líklegt að skammtímaverðbólguvæntingar lækkuðu enn frekar. Áfram hefði dregið úr spennu bæði á vinnumarkaði og húsnæðismarkaðnum en íbúðaverð hafði lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar og meðalsölutími lengst. Nefndin taldi að svo virtist sem áhrif vegna flutninga Grindvíkinga væru að mestu komin fram og húsnæðismarkaðurinn væri því að komast í betra jafnvægi.“

mbl.is