Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, gerir ekki kröfu um ráðherrastól en mun ekki skorast undan ábyrgð ef honum verður það boðið. Hann segir að flokkurinn vilji útrýma fátækt komist hann í ríkisstjórn.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, gerir ekki kröfu um ráðherrastól en mun ekki skorast undan ábyrgð ef honum verður það boðið. Hann segir að flokkurinn vilji útrýma fátækt komist hann í ríkisstjórn.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, gerir ekki kröfu um ráðherrastól en mun ekki skorast undan ábyrgð ef honum verður það boðið. Hann segir að flokkurinn vilji útrýma fátækt komist hann í ríkisstjórn.
Gerir þú kröfu um ráðherrastól komist flokkurinn í ríkisstjórn?
„Við skulum bara tala um það þegar það er búið að semja og ganga frá öllu. Ég skorast aldrei undan neinu og hef ekki hingað til skorast undan einu né neinu,“ segir Guðmundur aðspurður.
Hann segir að honum lítist vel á stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar.
„Við höfum unnið lengi – sjö ár – meira og minna með þessum flokkum í stjórnarandstöðu og þekkjumst vel innbyrðis,“ segir hann og bendir á að þingflokksformenn flokkanna hafi unnið saman lengi bæði á þinginu.
„Þannig mér líst mjög vel á þetta.“
Spurður hvort að það sé eitthvað sérstakt ráðuneyti sem hann vildi stýra, fengi hann að handvelja, segir hann ekkert launungarmál að hann sé mest inni í félagsmálunum.
Er eitthvað sérstakt mál sem þarf að ná fram að ganga fari Flokkur fólksins í ríkisstjórn?
„Já, það er okkar stefna að útrýma fátækt og sérstaklega fjölskyldna sem eru með börn,“ segir hann og nefnir einnig að það þurfi að bæta stöðu eldri borgara.