Bjarni veitir hvalveiðileyfi til fimm ára

Hvalveiðar | 5. desember 2024

Bjarni veitir hvalveiðileyfi til fimm ára

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, hefur gefið út leyfi til veiða á 201 langreyð til Hvals hf. auk leyfis til veiða á 217 hrefnum til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf., að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Bjarni veitir hvalveiðileyfi til fimm ára

Hvalveiðar | 5. desember 2024

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra hefur veitt leyfi til hvalveiða …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra hefur veitt leyfi til hvalveiða næstu fimm ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra og mat­vælaráðherra, hef­ur gefið út leyfi til veiða á 201 langreyð til Hvals hf. auk leyf­is til veiða á 217 hrefn­um til tog- og hrefnu­veiðibáts­ins Hall­dórs Sig­urðsson­ar ÍS 14 sem er í eigu Tjald­tanga ehf., að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra og mat­vælaráðherra, hef­ur gefið út leyfi til veiða á 201 langreyð til Hvals hf. auk leyf­is til veiða á 217 hrefn­um til tog- og hrefnu­veiðibáts­ins Hall­dórs Sig­urðsson­ar ÍS 14 sem er í eigu Tjald­tanga ehf., að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Leyf­in eru veitt til fimm ára eins og gert var árin 2009, 2014 og 2019. Leyf­in fram­lengj­ast ár­lega um eitt ár og er heim­ilt að flytja allt að 20% af veiðiheim­ild­um hvers árs yfir á næsta ár. Fiski­stofa og Mat­væla­stofn­un munu sem fyrr hafa eft­ir­lit með veiðunum.

Fram kem­ur að þrjár um­sókn­ir bár­ust um leyfi til hrefnu­veiða og ein um­sókn til veiða á langreyðum. Sem fyrr seg­ir voru aðeins tvö leyfi veitt og var að fengn­um um­sögn­um Fiski­stofu og Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Hval­veiðar hafa verið í ákveðinni patt­stöðu frá því á síðasta ári þegar Svandís Svavars­dótt­ir, þáver­andi mat­vælaráðherra, stöðvaði hval­veiðar tíma­bundið vegn aálits fagráðs um vel­ferð dýra.

Var einnig vísað til þess að eft­ir­lits­skýrsla Mat­væla­stofn­un­ar um vel­ferð hvala við veiðar á langreyðum, sem barst ráðuneyt­inu í maí 2023, sýndi skýra niður­stöðu um að af­líf­un dýr­anna hafi tekið of lang­an tíma út frá meg­in­mark­miðum laga um vel­ferð dýra.

Á dög­un­um skoruðu um­hverf­is­vernd­un­ar­sam­tök á Bjarna að gefa ekki út leyfi til hval­veiða á ný fyrr en ný rík­is­stjórn tek­ur til starfa sem hafi umboð á Alþingi.

„Vernd­un líf­rík­is sjáv­ar er brýn­asta hags­muna­mál lands­ins og veiðar á hrefn­um og langreyðum á grunni hæp­ins fyr­ir­vara við alþjóðlegu hval­veiðibanni mun ekki styrkja bar­áttu Íslend­inga fyr­ir vernd­un hafs­ins – lífs­hags­mun­um þjóðar­inn­ar,“ seg­ir í bréf­i sem sam­tök­in sendu Bjarna.

Byggi á sjálf­bærri nýt­ingu

Í til­kynn­ing­unni á vef stjórn­ar­ráðsins seg­ir að „stjórn­un á nýt­ingu lif­andi auðlinda sjáv­ar á Íslandi er í föst­um skorðum og skal leyfi­leg­ur heild­arafli á langreyði og hrefnu fylgja veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem bygg­ir á sjálf­bærri nýt­ingu og varúðarnálg­un. Ráðgjöf­in er byggð á út­tekt­um Norður-Atlants­hafs­sjáv­ar­spen­dýr­aráðsins (NAMMCO) og mæl­ir fyr­ir um að ár­leg­ar veiðar á langreyði á tíma­bil­inu 2018-2025 nemi ekki meira en 161 dýr­um á veiðisvæðinu Aust­ur-Græn­land/​Vest­ur-Ísland og að há­marki 48 langreyðum á svæðinu Aust­ur-Ísland/​Fær­eyj­ar.“

Bent er á að ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um hval­veiðar fyr­ir árin 2018 til 2025 vís­ar til stofn­matsþróun frá 2017 þar sem greint var frá því að langreyði hafi fjölgað við Ísland allt frá upp­hafi hvala­taln­inga 1987.

„Fjöld­inn í síðustu taln­ingu (2015) var sá mesti síðan taln­ing­ar hóf­ust. Besta leiðrétta mat fyr­ir allt taln­inga­svæði Íslands og Fær­eyja árið 2015 var 40.788 langreyðar, þar af 33.497 á Aust­ur Græn­lands-Íslands stofnsvæðinu.“

217 hrefn­ur

Einnig er vak­in at­hygli á að Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur að ár­leg­ar veiðar á hrefnu árin 2018 til 2025 verði ekki fleiri en 217 dýr.

Þá voru sex hrefn­ur veidd­ar árið 2018 og ein árið 2021. Eng­ar langreyðar hafa verið veidd­ar á ár­inu 2024, árið 2022 voru 148 dýr veidd eft­ir þriggja ára veiðihlé og 24 dýr voru veidd árið 2023.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is