Hætt við að skilja

Poppkúltúr | 5. desember 2024

Hætt við að skilja

Bandaríski leikarinn Joey Lawrence er tekinn aftur saman við eiginkonu sína til tveggja ára, leikkonuna Samönthu Cope, en hún sótti um skilnað frá leikaranum í ágúst og sagði ástæðuna vera óásættanlegan ágreining.

Hætt við að skilja

Poppkúltúr | 5. desember 2024

Joey Lawrence mætti ásamt eiginkonu sinni, Samönthu Cope, á frumsýningu …
Joey Lawrence mætti ásamt eiginkonu sinni, Samönthu Cope, á frumsýningu jólamyndarinnar Socked In for Christmas. Skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Joey Lawrence er tekinn aftur saman við eiginkonu sína til tveggja ára, leikkonuna Samönthu Cope, en hún sótti um skilnað frá leikaranum í ágúst og sagði ástæðuna vera óásættanlegan ágreining.

Bandaríski leikarinn Joey Lawrence er tekinn aftur saman við eiginkonu sína til tveggja ára, leikkonuna Samönthu Cope, en hún sótti um skilnað frá leikaranum í ágúst og sagði ástæðuna vera óásættanlegan ágreining.

Nú virðist sem hjónin hafi náð að leysa úr ágreiningnum, en Lawrence, best þekktur fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum Blossom og Melissa & Joey, birti krúttlega mynd af þeim á Instagram-síðu sinni í gærdag og sagði hjarta sitt fullt af þakklæti.

„Ég er afar þakklátur. Ég er heillaríkur. Hjarta mitt er fullt,” skrifaði leikarinn við færsluna.

Lawrence, 48 ára, og Cope, 37 ára, gengu í hjónaband í maí 2022. Þau eiga eina dóttur, hina tveggja ára gömlu Dylan. Lawrence á einnig tvö börn úr fyrra hjónabandi sínu.

mbl.is