Leggur til þjóðaratkvæði um flugvöllinn

Reykjavíkurflugvöllur | 5. desember 2024

Leggur til þjóðaratkvæði um flugvöllinn

„Ég kvaddi þingið fyrir kosningar með þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem aldrei hefur staðið tæpar, nú þegar til stendur að raungera vægast sagt vafasama sölu á flugvallarlandi til Reykjavíkurborgar,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður.

Leggur til þjóðaratkvæði um flugvöllinn

Reykjavíkurflugvöllur | 5. desember 2024

Mikilvæg tenging landsbyggðarinnar við Landspítalann.
Mikilvæg tenging landsbyggðarinnar við Landspítalann. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég kvaddi þingið fyrir kosningar með þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem aldrei hefur staðið tæpar, nú þegar til stendur að raungera vægast sagt vafasama sölu á flugvallarlandi til Reykjavíkurborgar,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður.

„Ég kvaddi þingið fyrir kosningar með þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem aldrei hefur staðið tæpar, nú þegar til stendur að raungera vægast sagt vafasama sölu á flugvallarlandi til Reykjavíkurborgar,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður.

Njáll Trausti Friðbertsson.
Njáll Trausti Friðbertsson.

Þar vísar þingmaðurinn í samkomulag frá 2013 milli Katrínar Júlíusdóttur þáverandi fjármálaráðherra og Dags B. Eggertssonar þá formanns borgarráðs um sölu á flugvallarlandi í Vatnsmýrinni.

Njáll Trausti segir að ráðherrann hafi aðeins haft heimild til viðræðna um sölu á landi utan flugvallargirðingar en samningurinn hefði verið um mun stærra svæði bæði innan og utan girðingar.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins taki málið upp

„Það varpaði svo ljósi á misræmið í þessu þegar Svandís Svavarsdóttir þáverandi innviðaráðherra gaf út þau tilmæli að flugvallargirðingin yrði færð til að rýma fyrir nýrri byggð í Skerjafirði.“

Hann segir mikilvægt að halda umræðu um framtíð flugvallarins vel á lofti á þessum tímamótum og boðar að hin umdeilda sala verði tekin upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar þingið komi saman.

Þingsályktunartillagan er þess efnis að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is