Mikið áfall fyrir Vinstri græna

Dagmál | 5. desember 2024

Mikið áfall fyrir Vinstri græna

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alþingiskosningarnar hafa verið mikið áfall fyrir Vinstri græna. Flokkurinn sé hins vegar síður en svo úr sögunni, en það muni vissulega reyna á flokksmenn og kjörna fulltrúa hans í sveitarstjórnum.

Mikið áfall fyrir Vinstri græna

Dagmál | 5. desember 2024

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alþingiskosningarnar hafa verið mikið áfall fyrir Vinstri græna. Flokkurinn sé hins vegar síður en svo úr sögunni, en það muni vissulega reyna á flokksmenn og kjörna fulltrúa hans í sveitarstjórnum.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alþingiskosningarnar hafa verið mikið áfall fyrir Vinstri græna. Flokkurinn sé hins vegar síður en svo úr sögunni, en það muni vissulega reyna á flokksmenn og kjörna fulltrúa hans í sveitarstjórnum.

Hún segir að flokkurinn hafi sannað og sýnt að hann sé bæði stjórntækur í meirihlutasamstarfi og „með svarta beltið í stjórnarandstöðu“. Nú þurfi flokkurinn að íhuga næstu skref, hlúa vel að sveitarstjórnarsviðinu þar sem hann eigi enn níu kjörna fulltrúa í ýmsum sveitarfélögum, og horfa til frekari uppbyggingar á ný.

Frá landsfundi VG í haust.
Frá landsfundi VG í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta kemur í Dagmálum Morgunblaðsins í dag, en þar er rætt um úrslit og afleiðingar alþingiskosninganna um liðna helgi við þau Líf og Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins.

Að sögn Lífar er fjárhagur flokksins áhyggjuefni, hann muni ekki njóta fjárstuðnings frá ríkinu, en fjárframlög sveitarfélaga hófleg. Flokksmenn þurfi því að fara á milli með baukinn á næstunni.

Þátturinn er opinn öllum áskrifendum Morgunblaðsins og horfa má á hann í heild með því að smella hér.

Líf Magneudóttir.
Líf Magneudóttir.
mbl.is