„Riddari sérhagsmuna“

Hvalveiðar | 5. desember 2024

„Riddari sérhagsmuna“

Andrés Ingi Jónsson, fráfarandi þingmaður Pírata, segir Bjarna Benediktsson, starfandi matvælaráðherra, vera riddara sérhagsmuna.

„Riddari sérhagsmuna“

Hvalveiðar | 5. desember 2024

Bjarni Benediktsson og Andrés Ingi Jónsson.
Bjarni Benediktsson og Andrés Ingi Jónsson. Samsett mynd

Andrés Ingi Jóns­son, frá­far­andi þingmaður Pírata, seg­ir Bjarna Bene­dikts­son, starf­andi mat­vælaráðherra, vera ridd­ara sér­hags­muna.

Andrés Ingi Jóns­son, frá­far­andi þingmaður Pírata, seg­ir Bjarna Bene­dikts­son, starf­andi mat­vælaráðherra, vera ridd­ara sér­hags­muna.

Pírat­ar náðu ekki manni inn á þing í ný­af­stöðnum alþing­is­kosn­ing­um og fyr­ir vikið kveðst Andrés ekki koma til með að vera til staðar til þess að binda utan um hend­ur kom­andi rík­is­stjórna. 

Reyndi að banna hval­veiðar

Hann von­ast til þess að Alþingi grípi í taum­ana. Í færslu á Face­book minn­ir hann á að hann hafi staðið að baki frum­varpi um að banna hval­veiðar.

Frum­varpið seg­ir hann hafa hlotið stuðning þing­manna frá flokk­un­um þrem­ur sem reyna um þess­ar mund­ir að mynda rík­is­stjórn, Sam­fylk­ingu, Viðreisn og Flokki fólks­ins.

mbl.is