Þjóðverjar hafa hert viðbúnað á Eystrasaltinu eftir að rússneskt skip skaut að þýskri herþyrlu sem flaug þar í eftirlitsskyni.
Þjóðverjar hafa hert viðbúnað á Eystrasaltinu eftir að rússneskt skip skaut að þýskri herþyrlu sem flaug þar í eftirlitsskyni.
Þjóðverjar hafa hert viðbúnað á Eystrasaltinu eftir að rússneskt skip skaut að þýskri herþyrlu sem flaug þar í eftirlitsskyni.
Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag.
Fram kom í máli ráðherrans að um hefði verið að ræða varúðarskot (þ. signalmunition), en óljóst þykir hvort það merki neyðarblys eða skot af öðru tagi, miðað við umfjöllun þýska dagblaðsins Die Welt og breska dagblaðsins Telegraph.
Þá er heldur ekki ljóst af orðum ráðherrans, sem vék aðeins að atvikinu í stuttu máli, hvort skipið rússneska hafi verið herskip.
Baerbock er í Brussel á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins en þeir komu saman til fundar í borginni í gær.
Eystrasalt og aðgerðir Rússa þar hafa komist í kastljósið eftir að tveir sæstrengir rofnuðu á botni innhafsins í nóvember.
Grunur leikur á að spellvirkjum á vegum Rússa sé um að kenna og að kínverska flutningaskipið Yi Peng 3 hafi rofið strengina.
Liggur skipið enn við akkeri á Kattegat, líklega samkvæmt skipun danska sjóhersins, en hann hefur auk þess þýska gætt skipsins þar í rúmar tvær vikur.
Baerbock tilkynnti sömuleiðis í dag að eftirlit með leiðslum og gagnastrengjum á Eystrasalti yrði hert.
Varnir nauðsynlegra innviða yrðu efldar með eftirlitsferðum og að ástæðan væri fjölgun árása frá Rússlandi og stuðningsmönnum þess.