Skíðafatnaðurinn sem þú verður að eignast

Fatastíllinn | 5. desember 2024

Skíðafatnaðurinn sem þú verður að eignast

Tískuelítan elskar að líta vel út í brekkunni og það getur hún gert í nýrri línu Skims og North Face. Línan er frumraun Kim Kardashian, eiganda Skims, í skíðafatnaði og er hún algjörlega í hennar anda og knúsar líkamann með húðlituðum tónum.

Skíðafatnaðurinn sem þú verður að eignast

Fatastíllinn | 5. desember 2024

Lykillinn er sami litur frá toppi til táar.
Lykillinn er sami litur frá toppi til táar. Ljósmynd/Instagram

Tískuelítan elskar að líta vel út í brekkunni og það getur hún gert í nýrri línu Skims og North Face. Línan er frumraun Kim Kardashian, eiganda Skims, í skíðafatnaði og er hún algjörlega í hennar anda og knúsar líkamann með húðlituðum tónum.

Tískuelítan elskar að líta vel út í brekkunni og það getur hún gert í nýrri línu Skims og North Face. Línan er frumraun Kim Kardashian, eiganda Skims, í skíðafatnaði og er hún algjörlega í hennar anda og knúsar líkamann með húðlituðum tónum.

Undanfarin ár hafa merki eins og Moncler, Perfect Moment, North Face og Patagonia verið hvað vinsælust í skíðafatnaði. Skims hefur mikið verið í samstarfi við önnur merki og er línan nýjasta útspilið.

Í línunni má finna fjórtán mismunandi týpur af fatnaði eins og húfur, leggings, flísjakka, úlpur og snjóbuxur. Fötin koma í fjórum litum eins og svörtum, dökkbrúnum, ljósbrúnum og ljósbleikum. Þá er hægt að klæða sig í sama litinn frá toppi til táar eins og hefur verið vinsælt undanfarið. 

Það er sama hvort það séu áætlanir um skíðaferð upp í Bláfjöll, Tindastól eða Courchevel, þetta verður einfaldlega heitasti skíðaklæðnaður ársins. Línan fer í sölu þann 10. desember næstkomandi. Ólíklegt er að línan komi hingað til lands en áhugasamir geta leitað í helstu netverslunum. 

Fötin koma í fjórum litaútfærslum.
Fötin koma í fjórum litaútfærslum. Ljósmynd/Instagram
Kim Kardashian hefur verið þekkt fyrir þröngan æfingafatnað í ýmsum …
Kim Kardashian hefur verið þekkt fyrir þröngan æfingafatnað í ýmsum litum. Ljósmynd/Instagram
Þessi lína verður eflaust eftirsótt.
Þessi lína verður eflaust eftirsótt. Ljósmynd/Instagram
Fatalínan inniheldur hanska, húfur og flísvesti meðal annars.
Fatalínan inniheldur hanska, húfur og flísvesti meðal annars. Ljósmynd/Instagram
Margir eru orðnir opnari fyrir öðrum litum en svörtum í …
Margir eru orðnir opnari fyrir öðrum litum en svörtum í brekkunni. Ljósmynd/Instagram
mbl.is