Þetta bónorð verður seint toppað

Poppkúltúr | 5. desember 2024

Þetta bónorð verður seint toppað

Eric Murphy, elsti sonur bandaríska gamanleikarans Eddie Murphy, trúlofaðist kærustu sinni til þriggja ára, Jasmin Lawrence, í lok nóvembermánaðar. Lawrence á einnig frægan föður, en faðir hennar er enginn annar en gamanleikarinn Martin Lawrence.

Þetta bónorð verður seint toppað

Poppkúltúr | 5. desember 2024

Parið er yfir sig ástfangið.
Parið er yfir sig ástfangið. Skjáskot/Instagram

Eric Murphy, elsti sonur bandaríska gamanleikarans Eddie Murphy, trúlofaðist kærustu sinni til þriggja ára, Jasmin Lawrence, í lok nóvembermánaðar. Lawrence á einnig frægan föður, en faðir hennar er enginn annar en gamanleikarinn Martin Lawrence.

Eric Murphy, elsti sonur bandaríska gamanleikarans Eddie Murphy, trúlofaðist kærustu sinni til þriggja ára, Jasmin Lawrence, í lok nóvembermánaðar. Lawrence á einnig frægan föður, en faðir hennar er enginn annar en gamanleikarinn Martin Lawrence.

Nýtrúlofaða parið greindi frá gleðitíðindunum með sameiginlegri færslu á Instagram nú á dögunum og deildi myndskeiði af bónorðinu.

Murphy, sem er 35 ára, fór á skeljarnar í herbergi þar sem mörg hundruð kerti loguðu, hvít rósablöð þöktu gólfið og gítarleikarar léku listir sínar.

Ríflega 39.000 manns hafa líkað við myndskeiðið. 

mbl.is