„Þingmaður getur ákveðið að nýta ekki rétt sinn til biðlauna, enda tilkynni hann Alþingi um slíkt,“ segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis í skriflegu svari til Morgunblaðsins.
„Þingmaður getur ákveðið að nýta ekki rétt sinn til biðlauna, enda tilkynni hann Alþingi um slíkt,“ segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis í skriflegu svari til Morgunblaðsins.
„Þingmaður getur ákveðið að nýta ekki rétt sinn til biðlauna, enda tilkynni hann Alþingi um slíkt,“ segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis í skriflegu svari til Morgunblaðsins.
Fyrirspurnin laut að því hvort hinn nýkjörni þingmaður Samfylkingarinnar Þórður Snær Júlíusson ætti rétt á biðlaunum, færi svo að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi þótt kosinn yrði, en Þórður Snær gaf út yfirlýsingu þess efnis skömmu fyrir kosningar.
Tilefnið var að rifjuð höfðu verið upp ýmis ummæli hans um konur sem þóttu til lítils sóma fyrir hann. Ummælin féllu á netinu árið 2004 þar sem hann tjáði sig undir dulnefninu „Þýska stálið“.
Nýtt Alþingi hefur ekki komið saman til að staðfesta kjör þingmanna, en sá er hér um ræðir getur ekki sagt af sér þingmennsku fyrr en kosning hans hefur verið staðfest af Alþingi.
Það sagði Birgir Ármannsson, fráfarandi forseti Alþingis, við Morgunblaðið í gær.
Í 1. mgr. 14. gr. laga 88/1995 um þingfararkaup og þingfararkostnað segir:
„Alþingismaður á rétt á biðlaunum er hann lætur af þingmennsku. Biðlaun jafnhá þingfararkaupi skv. 1. gr. skal þá greiða í þrjá mánuði. Eftir þingsetu í tvö kjörtímabil eða lengur skal þó greiða biðlaun í sex mánuði.“
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.