„100 prósent samstaða“

Alþingiskosningar 2024 | 6. desember 2024

„100 prósent samstaða“

Varaformenn þingflokka Samfylkingar og Viðreisnar segja að full samstaða sé innan flokkanna um að halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram.

„100 prósent samstaða“

Alþingiskosningar 2024 | 6. desember 2024

Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgeður Katrín Gunnaarsdóttir eru í …
Kristrún Frostadóttir, Inga Sæland og Þorgeður Katrín Gunnaarsdóttir eru í viðræðum að stjórnarsamstarfi sem þær hafa kallað „Valkyrjustjórnin“. Eyþór Árnason

Varaformenn þingflokka Samfylkingar og Viðreisnar segja að full samstaða sé innan flokkanna um að halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram.

Varaformenn þingflokka Samfylkingar og Viðreisnar segja að full samstaða sé innan flokkanna um að halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram.

Þingflokkur Viðreisnar hittist klukkan 16 í dag til að fara yfir stöðu mála og þingflokkur Samfylkingarinnar sömuleiðis klukkan 17.

Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir í samtalið við mbl.is að á fundinum hafi verið farið vítt og breitt um sviðið. Hann segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, hafi upplýst þingflokksmenn um hvað hefði verið rætt á milli formannanna og hvað ekki.

Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum og segir Sigmar að full samstaða sé innan flokksins um að halda viðræðunum áfram.

Sigmar á leið á þingflokksfund Viðreisnar.
Sigmar á leið á þingflokksfund Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svaraði spurningum þingflokksmanna

Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, var á svipuðu máli og Sigmar og segir í samtali við mbl.is að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hafi greint þingflokksmönnum frá stöðu viðræðna og hún rædd. Þá svaraði Kristrún sömuleiðis spurningum þingflokksmanna.

Spurð hvort það sé einhugur innan flokksins um að halda viðræðunum áfram segir Þórunn:

„100 prósent samstaða og fullt traust á formanninum í þessum viðræðum.“

Hvorki Sigmar né Þórunn gátu gefið upp hvaða mál hefðu verið sérstaklega til umræðu.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokkur fólksins fundar á morgun

Þingflokkur Flokks fólksins stefnir að því að hitta Ingu Sæland formann flokksins á morgun til að fara yfir stöðuna í viðræðunum.

Kristrún sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að góður gangur væri í viðræðunum og að formennirnir hafi rætt flest mál sín á milli.

Síðustu dagar hafa farið í að ræða sameiginlega fleti flokkanna en þær hafa nú hafið samræður á ágreiningsmálum og eru komnar mislangt í þeim efnum, að sögn Kristrúnar. 

Formenn flokkanna munu hittast aftur á morgun í hádeginu.

mbl.is