Búnar að ræða flest mál

Alþingiskosningar 2024 | 6. desember 2024

Búnar að ræða flest mál

Stjórnarmyndunarviðræðum Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingar miðar vel áfram að sögn Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar. Síðustu dagar hafa farið í að ræða sameiginlega fleti en hafa þær nú hafið samræður á ágreiningsmálum. 

Búnar að ræða flest mál

Alþingiskosningar 2024 | 6. desember 2024

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, eftir fundahöld sín með formönnum Flokks …
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, eftir fundahöld sín með formönnum Flokks fólksins og Viðreisnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnarmyndunarviðræðum Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingar miðar vel áfram að sögn Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar. Síðustu dagar hafa farið í að ræða sameiginlega fleti en hafa þær nú hafið samræður á ágreiningsmálum. 

Stjórnarmyndunarviðræðum Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingar miðar vel áfram að sögn Kristrúnar Frostadóttir formanns Samfylkingarinnar. Síðustu dagar hafa farið í að ræða sameiginlega fleti en hafa þær nú hafið samræður á ágreiningsmálum. 

Kristrún segir að þær hafi rætt flest mál sín á milli en að þær séu komnar mislangt í þeim samræðum. Eitthvað hafa þær náð sátt um á meðan að annað er enn í skoðun. 

„Það verða náttúrulega alltaf einhverjar málamiðlanir í svona stjórnarsamstarfi ef af verður,“ segir Kristrún í samtali við mbl.is eftir fundarhöld dagsins. 

Einhver kosningaloforð gætu þurft að þola bið

Eru þið samstíga varðandi Evrópumálin?

„Við erum komin í ákveðna átt ef svo má segja. Útfærslan liggur ekkert endanlega fyrir en við erum búnar að tala okkur vel í gegnum það svo þurfum við bara að klára endanlega útfærslu.“

Þú talar um ríkisfjármálin og það séu útgjalda- og tekjumál sem þurfi að huga að. Mörg af þeim kosningaloforðum flokkanna líta út fyrir að kosta mikið. Sérðu fyrir þér að margir þurfi að gefa eftir eitthvað af sínum kosningaloforðum allavega fyrst um sinn?

„Við erum allavega að gera okkar besta til þess að halda okkar loforðum á lofti - út á það ganga meðal annars þessar viðræður. En við erum allar meðvitaðar um það að það sem er númer eitt, tvö og þrjú núna eru efnahagsmálin og við í Samfylkingunni sögðum það meðal annars að það yrði fyrsti útgangspunktur og að sumt gæti þurft að bíða til að tryggja lækkun vaxta og verðbólgu.“

Skipting ráðuneyta hefur ekki komið til umræðu að sögn Kristrúnar, eina sem þær hafa rætt í þeim efnum er fækkun ráðuneyta. 

Viðræður halda áfram á morgun

Formenn flokkanna munu hitta þingflokka sína í dag og á morgun. 

Aðspurð segir Kristrún að á þeim fundi muni hún ræða almennt við þingflokksmenn um stöðu mála ásamt því að gefa kost á spurningum. 

Í kjölfarið munu formenn flokkanna hittast aftur á morgun í hádeginu. 

mbl.is