Eðlilegt að flokkarnir reyni að mynda stjórn

Alþingiskosningar 2024 | 6. desember 2024

Eðlilegt að flokkarnir reyni að mynda stjórn

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segir eðlilegt að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins reyni að mynda ríkisstjórn þar sem það sé í takt við ákall kjósenda.

Eðlilegt að flokkarnir reyni að mynda stjórn

Alþingiskosningar 2024 | 6. desember 2024

Sigurður Ingi ræddi við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi.
Sigurður Ingi ræddi við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segir eðlilegt að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins reyni að mynda ríkisstjórn þar sem það sé í takt við ákall kjósenda.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segir eðlilegt að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins reyni að mynda ríkisstjórn þar sem það sé í takt við ákall kjósenda.

Þetta segir Sigurður í samtali við mbl.is að ríkisstjórnarfundi loknum.

Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins hófu stjórnarmyndunarviðræður á dögunum og formenn flokkanna hafa sagt viðræður ganga vel.

Ákall þjóðarinnar

Hvernig hugnast þér slík ríkisstjórn?

„Þetta var klárlega ákall þjóðarinnar í niðurstöðu kosninganna, eins og ég hef bent á. Ég held að það sé eðlilegt að þessir flokkar spreyti sig á að búa til ríkisstjórn og standa við öll þau gefnu loforð sem þeir fóru með í kosningarnar og þjóðin kaus þá til,“ segir hann.

Framsókn hyggst vera í stjórnarandstöðu og Sigurður segir að flokkurinn muni veita næstu ríkisstjórn aðhald með þeirri reynslu og þekkingu sem þingflokkur Framsóknar hefur.

Ekki byrjaður að íhuga eigin framtíð

Hann er fullviss um að Framsóknarflokkurinn muni koma sterkur til baka í næstu kosningum.

„Þessar kosningar voru einhvern veginn ekki okkar kosningar. Fólk vildi breytingar þó það hafi ekki verið óánægt með störf okkar og tók það jafnvel sérstaklega fram. En það ætlaði einfaldlega að kjósa aðra sem lofuðu alls konar hlutum og nú fá þeir tækifæri til að spreyta sig í því að standa við það.“

Spurður hvort að hann sé byrjaður að íhuga eigin framtíð sem formaður segir Sigurður svo ekki vera.

mbl.is