Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu í dag og á morgun hitta þingflokka sína til þess að fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna.
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu í dag og á morgun hitta þingflokka sína til þess að fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna.
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu í dag og á morgun hitta þingflokka sína til þess að fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna.
Stjórnarmyndunarviðræður standa yfir og búist er við því að formennirnir muni funda saman til klukkan 16 í dag.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir að þingflokkurinn muni hitta Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, klukkan 17 í dag í höfuðstöðum Samfylkingarinnar.
Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir að þingflokkur Viðreisnar stefni að því að hitta Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, seinni partinn í dag til að fara yfir gang mála. Hann gerir þó ekki ráð fyrir því að neinar ákvarðanir verði teknar á fundinum.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir að Flokkur fólksins stefni að því að hitta Ingu Sæland, formann flokksins, á morgun til að fara yfir stöðuna í viðræðunum.
Klukkan 16 í dag munu Kristrún, Þorgerður og Inga veita fjölmiðlum viðtöl um stöðu mála í viðræðunum.