Formennirnir hitta þingflokka sína

Alþingiskosningar 2024 | 6. desember 2024

Formennirnir hitta þingflokka sína

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu í dag og á morgun hitta þingflokka sína til þess að fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna.

Formennirnir hitta þingflokka sína

Alþingiskosningar 2024 | 6. desember 2024

Formennirnir bjóða upp á viðtöl seinna í dag.
Formennirnir bjóða upp á viðtöl seinna í dag. mbl.is/Karítas

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu í dag og á morgun hitta þingflokka sína til þess að fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna.

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu í dag og á morgun hitta þingflokka sína til þess að fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna.

Stjórnarmyndunarviðræður standa yfir og búist er við því að formennirnir muni funda saman til klukkan 16 í dag.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir að þingflokkurinn muni hitta Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, klukkan 17 í dag í höfuðstöðum Samfylkingarinnar.

Gerir ekki ráð fyrir því að neinar ákvarðanir verði teknar

Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir að þingflokkur Viðreisnar stefni að því að hitta Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, seinni partinn í dag til að fara yfir gang mála. Hann gerir þó ekki ráð fyrir því að neinar ákvarðanir verði teknar á fundinum.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir að Flokkur fólksins stefni að því að hitta Ingu Sæland, formann flokksins, á morgun til að fara yfir stöðuna í viðræðunum.

Klukkan 16 í dag munu Kristrún, Þorgerður og Inga veita fjölmiðlum viðtöl um stöðu mála í viðræðunum.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins. mbl.is/Karítas
mbl.is