Grindvíska fataverslunin Palóma föt og skart hefur opnað í Njarðvík í Reykjanesbæ en verslunin hætti starfsemi í Grindavík eftir rýmingu sveitarfélagsins á síðasta ári.
Grindvíska fataverslunin Palóma föt og skart hefur opnað í Njarðvík í Reykjanesbæ en verslunin hætti starfsemi í Grindavík eftir rýmingu sveitarfélagsins á síðasta ári.
Grindvíska fataverslunin Palóma föt og skart hefur opnað í Njarðvík í Reykjanesbæ en verslunin hætti starfsemi í Grindavík eftir rýmingu sveitarfélagsins á síðasta ári.
„Ég er svo glöð að vera komin þarna, maður er búin að vera einhvern veginn á flakki. Þannig vonandi er ég búin að staðsetja mig á réttum stað,“ segir Linda Gunnarsdóttir, eigandi Palóma, í samtali við mbl.is.
Víkurfréttir greindu fyrst frá og ræddu við Lindu. Þar segir hún að það verði að fá að koma í ljós hvort að hún muni opna Palóma aftur í Grindavík einn daginn.
Það sé þó víst að búðin sé komin til að vera á Njarðarbraut, en hún sjálf er frá Njarðvík.
„Búðin er komin til að vera á þessum stað og hvort ég opni aftur í Grindavík verður bara að koma í ljós, þetta er auðvitað hentugri staðsetning hér og þegar ég flyt aftur heim er maður ekki lengi að skjótast hingað. Þetta kemur bara í ljós en ég er mjög ánægð með að vera búin að opna hér, hlakka mikið til að taka á móti viðskiptavinum hér í þessu bjarta og opna rými,“ segir hún í samtali við Víkurfréttir.
Eftir rýminguna í Grindavík opnaði verslunin á Ásbrú en nú er búið að færa verslunina í stærra húsnæði í Njarðvík.
„Það fór vel um mig upp á Ásbrú en ég gat ekki hafnað þessu tækifæri og mjög skemmtilegt að vera með Maríu í Marion hinum megin í húsnæðinu. Byrjunin lofar svo sannarlega góðu, það er búið að vera mikið að gera að undanförnu, við fylltum 40 feta gám þar sem við vorum í Ásbrú og það voru hæg heimantökin að fá flutning á gámnum, Gunnar sonur minn vinnur hjá pabba sínum hjá Jóni & Margeir,” segir Linda í samtali við Víkurfréttir.