Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og var oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningum um síðustu helgi, hefur ekki trú á því að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins nái að mynda nýja ríkisstjórn.
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og var oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningum um síðustu helgi, hefur ekki trú á því að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins nái að mynda nýja ríkisstjórn.
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og var oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningum um síðustu helgi, hefur ekki trú á því að Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins nái að mynda nýja ríkisstjórn.
Í færslu á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins segir hann að Viðreisn geti ekki sætt sig við kröfur Flokk fólksins sem kalli á skattahækkanir.
„Til að svara kröfum Flokks fólksins þarf að hækka skatta á fjármagn og fyrirtæki, sem Viðreisn mun ekki fallast á. Ég held að allir viti þetta, en bæði Samfylkingu og Viðreisn finnst mikilvægt að það komi fram að flokkarnir hafi reynt við þennan kost,“ segir Gunnar Smári.
Hann segir Samfylkingin geti ekki myndað ríkisstjórn án Viðreisnar nema þá með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokki og Miðflokknum. Viðreisn geti hins vegar myndað hægri stjórn með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki og Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins.
„Valkostir Samfylkingar er semsé ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, ef flokknum tekst ekki að koma kröfum Flokks fólksins ofan í kokið á Viðreisn. Valið er þá stjórnarandstaða eða ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Undir hótunum Viðreisnar að mynda hægri ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki.“
Gunnar Smári býst við því að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þá stöðu að eina færa leiðin í ríkisstjórn sé Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn.
Hann býst við því að ráðherralisti Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar muni líta svona út: