GPS-mælingar og gervitunglagögn staðfesta að landris er hafið að nýju í Svartsengi að sögn Veðurstofu Íslands.
GPS-mælingar og gervitunglagögn staðfesta að landris er hafið að nýju í Svartsengi að sögn Veðurstofu Íslands.
GPS-mælingar og gervitunglagögn staðfesta að landris er hafið að nýju í Svartsengi að sögn Veðurstofu Íslands.
Fram kemur í tilkynningu að virkni í eldgosinu hafi farið hægt minnkandi síðustu daga. Minni virkni sé sýnileg á vefmyndavélum og gosórói hafi farið hægt minnkandi þegar horft sé til síðustu daga.
Hraunflæði hefur haldið sig innan eldri hraunbreiðunnar og er lítið sem ekkert framskrið greinilegt utan hennar.
„Nýjustu aflögunargögn benda til þess að landris sé hafið á ný í Svartsengi. GPS mælingar sýna hæga breytingu upp á við á nokkrum stöðvum. Nýjustu gervitunglamyndir frá ICEYE staðfesta þau merki sem berast frá GPS-mælum,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir, að þrátt fyrir minni virkni í eldgosinu sé gasmengun áfram til staðar. Gasdreifingaspá geri ráð fyrir hæg breytilegri átt í dag og því ólíklegt að mikillar gasmengunar verði vart á svæðinu í dag.
„Um helgina er spáð norðan átt á laugardag sem breytist svo í sunnan átt á sunnudag. Því má búast við að gas geti mælst í Vogum á sunnudag.
Þeir sem eru á ferð á svæðinu eru hvattir til að fylgjast með gasdreifingarspá Veðurstofunnar og leiðbeiningum varðandi gasmengun á loftgaedi.is,“ segir í tilkynningunni.