Það heldur áfram að draga úr gosóróa og virkni í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni sem staðið hefur yfir frá 20. nóvember.
Það heldur áfram að draga úr gosóróa og virkni í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni sem staðið hefur yfir frá 20. nóvember.
Það heldur áfram að draga úr gosóróa og virkni í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni sem staðið hefur yfir frá 20. nóvember.
Þetta segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær að GPS-mælingar og gervitunglalögn staðfesti að landris sé hafið að nýju í Svartsengi.
„Gosið er ennþá í gangi gosóróinn er áfram á niðurleið og virkni gossins fer hægt og rólega minnkandi,“ segir Kristín Elísa.
Hún segir að skjálftavirkni á svæðinu sé lítil en ekki sé komið að þeim tíma að segja að gosið sé að fjara út. Það gæti hins vegar farið að styttast í það.