Er vont að vera einhleypur of lengi?

Andleg heilsa | 7. desember 2024

Er vont að vera einhleypur of lengi?

„Það að vera einhleypur lengi getur haft ýmis áhrif á andlegu hliðina,“ segir Caroline Weinstein klínískur sálfræðingur í viðtali við Body&Soul.

Er vont að vera einhleypur of lengi?

Andleg heilsa | 7. desember 2024

Sumir vilja ekki vera einir en öðrum finnst það frábært.
Sumir vilja ekki vera einir en öðrum finnst það frábært. Ljósmynd/Thinkstockphotos

„Það að vera einhleypur lengi getur haft ýmis áhrif á andlegu hliðina,“ segir Caroline Weinstein klínískur sálfræðingur í viðtali við Body&Soul.

„Það að vera einhleypur lengi getur haft ýmis áhrif á andlegu hliðina,“ segir Caroline Weinstein klínískur sálfræðingur í viðtali við Body&Soul.

„Fólk upplifir það að vera einhleypur með ólíkum hætti. Það getur bæði verið til hins betra eða verra. “

Jákvæðu hliðar einhleypunnar

„Einn helsti kosturinn er að fólk kynnist sjálfu sér á dýpri hátt og lærir að treysta á sig. Fólk fær tækifæri til þess að styrkja sig og sitt gildismat án áhrifa frá öðrum. Þá getur það sinnt áhugamálum og persónulegum markmiðum sínum betur. Þá læra þau að vera sjálfu sér nóg og læra að takast á við áskoranir á sjálfstæðan hátt.“

„Fólk þróar með sér þrautseigju og valdeflist. Allt eru þetta líka góðir kostir fyrir framtíðarsambönd.“

„Annar kostur þess að vera einhleypur er að maður byggir náin og góð vináttusambönd og styrkir félagsnet sitt verulega. Vinir geta veitt manni gríðarlegan stuðning og manni líður eins og maður tilheyrir.“

„Slík vináttusambönd næra mann á svipaðan hátt og sambönd gera. Þá upplifa margir frelsistilfinningu að geta hagað lífi sínu eftir eigin höfði.“

Slæmu hliðar einhleypunnar

„Fólk getur orðið einmana og einmanaleiki til langs tíma getur leitt til þunglyndis eða kvíða. En þetta fer allt eftir því hvernig einstaklingurinn upplifir það að vera einhleypur. Hvort hann sé sáttur að vera einn eða ekki. “

Þá getur sambandsmynstur manns haft áhrif á hvort maður sé lengi einhleypur eða ekki. „Fólk sem er lengi einhleypt getur orðið mjög sjálfstætt og það getur átt erfitt með að hleypa einhverjum í líf sitt og aðlagast þörfum annarra. Þau sem eiga sögu um erfið sambönd gætu verið varkárari í samskiptum og vilja forðast höfnun eða særindi.“

„Þau sem eru óörugg með sig gætu túlkað það að þau séu einhleyp með neikvæðum hætti. Að þau séu óelskanleg eða ekki nógu góð. Þau reiða sig á ytri viðurkenningu sem gæti reynst þeim ákveðin fyrirstaða fyrir framtíðarsambönd.“

„Það er mikilvægt að vera opinn fyrir nýjum tengingum á sama tíma og maður er jákvæður í garð þess að vera einhleypur. Fólk þarf að fatta að það er ekkert að því að vera einhleypur. Það er tímabil sem getur verið alveg jafnfrábært og hvað annað.“

mbl.is