Fundi formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Formennirnir hittast aftur eftir helgi.
Fundi formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Formennirnir hittast aftur eftir helgi.
Fundi formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Formennirnir hittast aftur eftir helgi.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, birti mynd á Facebook þar sem hún, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, standa saman í eldhúsi Ingu og virðast fá sér kakó.
Í færslunni segir:
„Þrjár hagsýnar í eldhúsinu hjá Ingu. Höldum áfram eftir helgi.“
Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar, staðfesti í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is að fundi dagsins væri lokið.