„Góðir hlutir gerast hægt“

Alþingiskosningar 2024 | 7. desember 2024

„Góðir hlutir gerast hægt“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokk fólksins, segir að bjartsýni ríki innan herbúða flokksins um að það takist að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn.

„Góðir hlutir gerast hægt“

Alþingiskosningar 2024 | 7. desember 2024

Guðmundur Ingi Kristinsson og Inga Sæland fagna tölum í kosningum …
Guðmundur Ingi Kristinsson og Inga Sæland fagna tölum í kosningum um síðustu helgi. mbl.is/Karítas

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokk fólksins, segir að bjartsýni ríki innan herbúða flokksins um að það takist að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn.

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokk fólksins, segir að bjartsýni ríki innan herbúða flokksins um að það takist að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni og Viðreisn.

Blaðamaður náði tali af Guðmundi Inga eftir fund þingflokksins, starfsmönnum hans og stjórn með Ingu Sæland, formanni Fólks flokksins, en þar upplýsti hún sitt fólk um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna. 

Inga fundar nú eftir hádegi með Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar.

„Góðir hlutir gerast hægt og ég er bjartsýnn á framhaldið og að við náum að mynda stjórn. Flokkurinn er einróma sammála því,“ segir Guðmundur Ingi við mbl.is.

Spurður hvort hafnar séu umræður um ráðherraefni innan raða flokksins segir hann:

„Nei það hefur ekkert verið rætt. Við leyfum þessum stjórnarmyndunarviðræðum að ganga fyrir sig hægt og rólega og tökum þetta bara skref fyrir skref.“

Sjálfur segist hann vera klár í kallið ef til þess kemur.

„Ég skorast aldrei undan neinu,“ segir hann.

Spurður út í framhaldið segir Guðmundur Ingi:

„Næstu skref eru að halda áfram vinnunni þangað til niðurstaðan kemur. Við vitum að þetta tekur sinn tíma. Góðir hlutir gerast frekar hægt en hratt og í sjálfu sér liggur ekkert á,“ segir hann.

mbl.is