„Hefur gengið vonum framar“

Alþingiskosningar 2024 | 7. desember 2024

„Hefur gengið vonum framar“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er bjartsýn á það takist að mynda ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins en stjórnarmyndunarviðræður formanna flokkanna halda áfram eftir hádegi í dag.

„Hefur gengið vonum framar“

Alþingiskosningar 2024 | 7. desember 2024

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er bjartsýn á það takist að mynda ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins en stjórnarmyndunarviðræður formanna flokkanna halda áfram eftir hádegi í dag.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er bjartsýn á það takist að mynda ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins en stjórnarmyndunarviðræður formanna flokkanna halda áfram eftir hádegi í dag.

„Ég er að fara að hitta þingflokkinn minn, starfsmenn og stjórn klukkan 11 þar sem ég mun upplýsa hann um stöðu mála í viðræðunum og að honum loknum höldum við formenn flokkanna áfram í okkar viðræðum,“ segir Inga við mbl.is.

Margir sameiginlegir fletir á milli okkar

Inga segir að hingað til hafi viðræðurnar gengið vel og að snert hafi verið á ýmsum málum og þar á meðal álitamálum sem flokkarnir eru ekki allir sammála um.

„Þetta gengur mjög vel og það er bjartsýni og bros í herbúðum allra flokkanna. Þetta eru þrír flokkar sem hafa ekki nákvæmlega sömu áherslur í öllum málum eins og gengur og gerist en það hefur komið mér á óvart hversu margir sameiginlegir fletir eru á milli okkar. Viðræðurnar á milli okkar hafa gengið vonum framar,“ segir Inga Sæland.

Hún segir það muni skipta samfélagið miklu máli ef flokkunum takist að ná að mynda ríkisstjórn.

mbl.is