Kjaftforustu konur landsins klæddust íslenskri hönnun

Fatastíllinn | 7. desember 2024

Kjaftforustu konur landsins klæddust íslenskri hönnun

Kristín Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins ofurvinsæla Komið gott, klæddist íslenskri hönnun í kvöldstund þeirra á Iðnó á dögunum. Fötin eru samansett af prjónaðri peysu og buxum og henta einstaklega vel fyrir hátíðarnar. Bæði þægilegt og smart.

Kjaftforustu konur landsins klæddust íslenskri hönnun

Fatastíllinn | 7. desember 2024

Kristín Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins ofurvinsæla Komið gott, klæddist íslenskri hönnun í kvöldstund þeirra á Iðnó á dögunum. Fötin eru samansett af prjónaðri peysu og buxum og henta einstaklega vel fyrir hátíðarnar. Bæði þægilegt og smart.

Kristín Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins ofurvinsæla Komið gott, klæddist íslenskri hönnun í kvöldstund þeirra á Iðnó á dögunum. Fötin eru samansett af prjónaðri peysu og buxum og henta einstaklega vel fyrir hátíðarnar. Bæði þægilegt og smart.

Vinsældir hlaðvarpsins eru í hæstu hæðum en Kristín og Ólöf Skaftadóttir gerðu upp alþingiskosningarnar og önnur mál fyrir fullum sal í Iðnó. Þær seldu viðburðinn upp á fjórum mínútum og urðu margir svekktir yfir því að komast ekki að.

Föt Kristínar eru frá íslenska fatamerkinu Magneu. Peysan er prjónuð í svörtum lit með smá glimmeri og buxurnar í sama efni. Fötin fást í versluninni núna og er peysan á 36.900 krónur og buxurnar á 38.900 krónur.

Glæsilegt sett fyrir hátíðarnar.
Glæsilegt sett fyrir hátíðarnar.
Svartar buxur frá Maison Margiela sem fást í Stefánsbúð.
Svartar buxur frá Maison Margiela sem fást í Stefánsbúð.


Skór frá Kalda

Föt Ólafar eru frá Maison Margiela og fást í Stefánsbúð. Skórnir hennar eru frá íslenska fylgihlutamerkinu Kalda. 

Það er með öllu óljóst hvort að húmorinn fylgi með kaupunum ef þú hyggst stela stílnum en það má alltaf reyna. 

mbl.is