Í síðustu viku stigu níu teymi Startup Tourism 2024 á stokk á Hótel Reykjavík Natura fyrir framan hóp fjárfesta og bakhjarla og kynntu þar framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fór með opnunarerindi á þessum lokadegi viðskiptahraðalsins sem haldinn var af Klak - Icelandic Startups.
Í síðustu viku stigu níu teymi Startup Tourism 2024 á stokk á Hótel Reykjavík Natura fyrir framan hóp fjárfesta og bakhjarla og kynntu þar framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fór með opnunarerindi á þessum lokadegi viðskiptahraðalsins sem haldinn var af Klak - Icelandic Startups.
Í síðustu viku stigu níu teymi Startup Tourism 2024 á stokk á Hótel Reykjavík Natura fyrir framan hóp fjárfesta og bakhjarla og kynntu þar framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fór með opnunarerindi á þessum lokadegi viðskiptahraðalsins sem haldinn var af Klak - Icelandic Startups.
„Við sjáum það greinilega að þrátt fyrir að Ísland sé svona framarlega í heiminum í ferðaþjónustu er sannarlega rúm til framfara þegar skapandi fólk kemur saman með reynsluboltum í greininni,” sagði Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Klak -Icelandic Startups.
Teymin níu sem kynntu afrakstur sinn eru Iceland Cover, Alheimur, PickMeUp, Guyde, NordTemp, HotSheep, AdventureTours, Snotra Sustainability og True Arctic Travel.
Bakhjarlar viðskiptahraðalsins eru Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Berjaya Iceland-hótel, Icelandair, N1, Icelandia, Faxaflóahafnir, Íslenski ferðaklasinn og Íslandsstofa.