„Við hittumst upp úr hádegi í dag og höldum áfram að fara yfir stór mál. Það er fínn taktur í viðræðunum og þær hafa gengið betur en ég þorði að vona.“
„Við hittumst upp úr hádegi í dag og höldum áfram að fara yfir stór mál. Það er fínn taktur í viðræðunum og þær hafa gengið betur en ég þorði að vona.“
„Við hittumst upp úr hádegi í dag og höldum áfram að fara yfir stór mál. Það er fínn taktur í viðræðunum og þær hafa gengið betur en ég þorði að vona.“
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is en stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram í dag þar sem valkyrjurnar Þorgerður, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins ætla að hittast á fundi.
Ertu bjartsýn á að flokkarnir nái saman og myndi nýja ríkisstjórn?
„Það er erfitt að segja til um það á þessu stigi en samtölin hafa verið góð og við þokumst nær,“ segir Þorgerður.
Þorgerður og Kristrún áttu fundi með þingflokkum sínum í gær þar sem þær upplýstu þá um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðunum og fyrir hádegi mun Inga Sæland ræða við sitt fólk í Flokki fólksins.
Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, sögðu í samtali við mbl.is eftir fundi með formönnum sínum seinni partinn í gær að full samstaða sé innan flokkanna um að halda stjórnarmyndunarviðræðunum áfram.