Fordæmi er fyrir því að ráðherra í starfsstjórn gefi út leyfi til hvalveiða, en það var árið 2009 þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf út leyfi til veiða á hrefnu og langreyði.
Fordæmi er fyrir því að ráðherra í starfsstjórn gefi út leyfi til hvalveiða, en það var árið 2009 þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf út leyfi til veiða á hrefnu og langreyði.
Fordæmi er fyrir því að ráðherra í starfsstjórn gefi út leyfi til hvalveiða, en það var árið 2009 þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gaf út leyfi til veiða á hrefnu og langreyði.
Þá var starfsstjórn Geirs H. Haarde enn við stjórnvölinn, en hún hvarf af sjónarsviðinu 1. febrúar það ár. Reglugerðin sem hvalveiðileyfið byggðist á var hins vegar gefin út fimm dögum fyrr, hinn 27. janúar 2009.
Þegar Einar hvarf úr embætti settist Steingrímur J. Sigfússon í stól sjávarútvegsráðherra og boðaði fáeinum dögum síðar að leyfisveitingin myndi sæta endurskoðun.
Sú endurskoðun leiddi þó ekki til þess að leyfin til veiða á hrefnu og langreyði væru afturkölluð, þótt hagsmunaaðilum hefði verið gert „viðvart um að ákvörðuninni kynni að verða breytt, gildistöku frestað eða hún dregin til baka, þannig að óráðlegt væri að svo stöddu að undirbúa veiðar á grundvelli hennar“, eins og komist var að orði í tilkynningu frá ráðuneytinu á þeim tíma.
Kvartað var til umboðsmanns Alþingis yfir útgáfu reglugerðarinnar sem heimilaði veiðarnar þar sem þeir sem hlut áttu að því máli töldu hana ólögmæta sem og leyfi til hvalveiða sem gefin voru út á grundvelli hennar.
Í áliti umboðsmanns kom fram að hann teldi ekki tilefni til athugasemda við leyfisveitinguna.
Engar skráðar reglur eru til um valdheimildir starfsstjórna og á þær heimildir hefur aldrei reynt fyrir dómstólum. Sjónarmið fræðimanna hníga og í þá átt að ekki sé nein skýr regla um að valdheimildir starfsstjórna séu takmarkaðar.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag