75 loftárásir í Sýrlandi í dag

Sýrland | 8. desember 2024

75 loftárásir í Sýrlandi í dag

Bandaríski herinn hefur gert 75 loftárásir á skotmörk Íslamska ríkisins, oft kölluð ISIS, í Sýrlandi í dag. Árásirnar beindust að leiðtogum, liðsmönnum og búðum samtakanna.

75 loftárásir í Sýrlandi í dag

Sýrland | 8. desember 2024

Árásirnar beindust að leiðtogum, liðsmönnum og búðum samtakanna.
Árásirnar beindust að leiðtogum, liðsmönnum og búðum samtakanna. AFP

Bandaríski herinn hefur gert 75 loftárásir á skotmörk Íslamska ríkisins, oft kölluð ISIS, í Sýrlandi í dag. Árásirnar beindust að leiðtogum, liðsmönnum og búðum samtakanna.

Bandaríski herinn hefur gert 75 loftárásir á skotmörk Íslamska ríkisins, oft kölluð ISIS, í Sýrlandi í dag. Árásirnar beindust að leiðtogum, liðsmönnum og búðum samtakanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska hernum.

Þá greinir breska ríkisútvarpið frá því að engar vísbendingar væru um mannfall almennra borgara.

Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði við því fyrr í kvöld að sam­tök­in myndu nýta sér tóma­rúmið til þess að end­ur­reisa sig í Sýr­landi.

„Við lát­um það ekki ger­ast,“ sagði Biden.

„Öll samtök í Sýrlandi ættu að vita að við munum draga þau til ábyrgðar ef þau eiga í samstarfi við ISIS eða styðja á einhvern hátt,” sagði Michael Erik Kurilla, hershöfðingi hjá bandaríska hernum.

Fyrr í dag náðu sýrlenskir uppreisnarmenn yfirráðum yfir Sýrlandi og hefur Bash­ar al-Assad, fyrr­ver­andi for­seti Sýr­lands, flúið til Rússlands. 

mbl.is