Assad sagður halda sig í Moskvu

Sýrland | 8. desember 2024

Assad sagður halda sig í Moskvu

Bash­ar al-Assad, forseti Sýrlands sem er sagður er hafa flúið frá Damaskus eftir að uppreisnarmenn lögðu höfuðborgina undir sig, er nú í Moskvu að sögn rússneskra ríkisfjölmiðla.

Assad sagður halda sig í Moskvu

Sýrland | 8. desember 2024

Bashar al-Assad og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru miklir bandamenn. Myndin …
Bashar al-Assad og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru miklir bandamenn. Myndin er frá ríkisheimsókn Assads til Rússlands 2015. AFP

Bash­ar al-Assad, forseti Sýrlands sem er sagður er hafa flúið frá Damaskus eftir að uppreisnarmenn lögðu höfuðborgina undir sig, er nú í Moskvu að sögn rússneskra ríkisfjölmiðla.

Bash­ar al-Assad, forseti Sýrlands sem er sagður er hafa flúið frá Damaskus eftir að uppreisnarmenn lögðu höfuðborgina undir sig, er nú í Moskvu að sögn rússneskra ríkisfjölmiðla.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir miðlinum að forsetinn og fjölskylda hans hafi hlotið leyfi til hælis í Rússlandi. Breski miðillinn kveðst þó ekki enn hafa náð að staðfesta fregnirnar sjálfur.

Upp­reisn­ar­hóp­ur­inn Hayat Tahrir al-Sham náði í gær völd­um í Dam­askus og hefur honum því tekist að leggja tvær stærstu borgir Sýrlands undir sig.

Í kjölfarið lýsti hópurinn yfir að hann hefði steypt Assad af stóli. Þá sagði hópurinn að hann myndi frelsa einstaklinga sem hefðu verið rang­lega fang­elsaðir í Damaskus.

Assad hef­ur verið við völd frá því faðir hans, Hafez-al Assad, lést árið 2000 en hann hafði gegnt for­setaembætt­inu frá ár­inu 1971.

Hayat Tahrir al-Sham hef­ur boðað út­göngu­bann í Dam­askus í dag og fram á morg­un.

mbl.is