Föt eru yfirleitt vinsæl gjöf fyrir karlana, sem eru oftar en ekki latir að versla á sig sjálfa. Gjafir tengdar áhugamálinu eða þær sem vekja nýtt áhugamál munu einnig slá í gegn. Pastagerðarvélin nýtist til dæmis öllum á heimilinu.
Föt eru yfirleitt vinsæl gjöf fyrir karlana, sem eru oftar en ekki latir að versla á sig sjálfa. Gjafir tengdar áhugamálinu eða þær sem vekja nýtt áhugamál munu einnig slá í gegn. Pastagerðarvélin nýtist til dæmis öllum á heimilinu.
Yfirskyrta sem verður notuð endalaust. Er frá Les Deux, fæst í Herragarðinum og kostar 34.980 kr.
Náttbuxur eru eitthvað sem hann kaupir sér ekki sjálfur en notar mikið. Þessar eru frá Ralph Lauren og kosta 11.980 krónur. Þær fást í Herragarðinum.
Svokölluð helgartaska í ferðalagið, bústaðinn eða ræktina úr ekta leðri. Hún er frá Carlobolaget, fæst í Dimm og kostar 39.990 kr.
Þessi sloppur er fullkominn fyrir kósíkarlana. Hann er frá Tell Me More og er úr 100% hör. Fæst í Dimm og kostar 20.990 kr.
Ef það býr svokallaður dellukarl á heimilinu er kjörið að koma honum upp á lagið með pastagerð. Þá vinna allir! Ítölsk pastagerðarvél frá Imperia, fæst í Kokku og kostar 22.900 kr.
Innanbæjarhlaupaskór sem líta vel út. Þeir eru frá Hoka, fást í Hlaupár og kosta 29.700 kr.
Strigaskór úr dökkbrúnu rúskinni, fást í Suitup og kosta 34.995 kr.
Rakakrem frá Blue Lagoon Skincare, 9.990 kr.
Góð og aðallega falleg heyrnatól frá Bose. Fást í Elko og kosta 74.894 kr.
Lampinn Náttuglan eftir Fritz Hansen mun sóma sér vel á náttborðinu. Fæst í Epal og kostar 32.900 kr.
Mjúkur trefill í mosagrænum lit úr 100% alpaca-ull. Fæst í As We Grow og kostar 21.900 kr.
Flottur jakki frá Norse Projects, fæst í Húrra Reykjavík og kostar 59.990 kr.
Silfurhringur frá Maria Black, fæst í Húrra Reykjavík og kostar 17.990 kr.
Ítölsk matreiðslubók fyrir áhugakokkinn. Fæst í Nomad og kostar 6.190 kr.
Góð dúnúlpa frá Parajumpers, fæst í Kultur Menn og kostar 159.995 kr.
Golfarinn mun finna mikil not fyrir þessa peysu. Hún er frá J. Lindeberg, fæst í Kultur Menn og kostar 18.995 kr.
Húfa frá 66°Norður, kostar 8.500 kr.
Espresso-bolli úr stáli frá Service Projects. Fæst í Vest og kostar 7.690 kr.
Inniskór frá Birkenstock, fást hjá Steinari Waage og kosta 24.995 kr.
Drangar dúnúlpa frá 66°Norður sem kostar 95.000 kr.
Padel er vinsæl íþrótt núna. Padelspaði frá RS fæst í Viðmót Sport og kostar 19.990 kr.
Bómullarsængurver frá Dawn Design, fást í Dimm og kosta 16.990 kr.
Leðurbelti frá Boss, fæst í Herragarðinum og kostar 12.980 kr.