Skjálftinn reyndist vera 5,1 að stærð

Bárðarbunga | 8. desember 2024

Skjálftinn reyndist vera 5,1 að stærð

Jarðskjálftinn sem reið yfir í Bárðarbunguöskjunni rétt fyrir klukkan 2 í nótt var 5,1 að stærð. Samkvæmt fyrstu útreikningum Veðurstofu Íslands var skjálftinn 3,6 að stærð en fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í nótt að stærð hans yrði endurmetin í dag.

Skjálftinn reyndist vera 5,1 að stærð

Bárðarbunga | 8. desember 2024

Flogið yfir Bárðarbungu.
Flogið yfir Bárðarbungu. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Jarðskjálftinn sem reið yfir í Bárðarbunguöskjunni rétt fyrir klukkan 2 í nótt var 5,1 að stærð. Samkvæmt fyrstu útreikningum Veðurstofu Íslands var skjálftinn 3,6 að stærð en fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í nótt að stærð hans yrði endurmetin í dag.

Jarðskjálftinn sem reið yfir í Bárðarbunguöskjunni rétt fyrir klukkan 2 í nótt var 5,1 að stærð. Samkvæmt fyrstu útreikningum Veðurstofu Íslands var skjálftinn 3,6 að stærð en fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í nótt að stærð hans yrði endurmetin í dag.

Fram kemur í tilkynningu á vef Veðurstofunnar að skjálftar að þessari stærð séu ekki óalgengir í Bárðarbungu. Síðast urðu þar skjálftar um 5 að stærð 6. október og 3. september, en stærsti skjálftinn sem hefur mælst í Bárðarbungu á þessu ári var 5,4 að stærð þann 21. apríl. 

mbl.is