„Þú ert nútíma skylmingaþræll“

Dagmál | 8. desember 2024

„Þú ert nútíma skylmingaþræll“

„Þetta er mikil samvera og ég tala nú ekki um það þegar Evrópuverkefnin blandast inn í þetta,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

„Þú ert nútíma skylmingaþræll“

Dagmál | 8. desember 2024

„Þetta er mikil samvera og ég tala nú ekki um það þegar Evrópuverkefnin blandast inn í þetta,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

„Þetta er mikil samvera og ég tala nú ekki um það þegar Evrópuverkefnin blandast inn í þetta,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.

Ótrúlega dýrmætt

Höskuldur hefur eytt miklum tíma með liðsfélögum sínum á undanförnum árum enda hafa Blikar verið fastagestir í Evrópukeppnum síðustu ár.

„Þetta verður mjög náinn hópur og manni þykir óendanlega vænt um þessa stráka og alla í kringum liðið,“ sagði Höskuldur.

„Þá myndast ákveðnar tengingar líka og á sama tíma ertu mjög berskjaldaður í þessari íþrótt. Þú ert nútíma skylmingaþræll á margan hátt. Þú felur þig ekkert í þessari vinnu. Það er ekki í boði að mæta og ætla að taka því rólega á leikdegi, bakvið tölvuskjáinn.

Þetta er svo berskjaldandi með tilfinningarnar til hliðsjónar og maður upplifir ennþá frekar þessar tengingar á milli manna. Það er ótrúlega dýrmætt og það sem maður tekur mest úr úr þessu,“ sagði Höskuldur meðal annars.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Oliver Sigurjónsson og Höskuldur Gunnlaugsson fagna sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar …
Oliver Sigurjónsson og Höskuldur Gunnlaugsson fagna sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is