Bandarískur áhrifavaldur er látinn aðeins 34 ára að aldri. Dominque Brown lést skömmu eftir að hafa borðað mat sem innihélt hnetur á viðburði í Los Angeles á fimmtudag.
Bandarískur áhrifavaldur er látinn aðeins 34 ára að aldri. Dominque Brown lést skömmu eftir að hafa borðað mat sem innihélt hnetur á viðburði í Los Angeles á fimmtudag.
Bandarískur áhrifavaldur er látinn aðeins 34 ára að aldri. Dominque Brown lést skömmu eftir að hafa borðað mat sem innihélt hnetur á viðburði í Los Angeles á fimmtudag.
Brown, sem var með bráðaofnæmi fyrir hnetum, hafði, að sögn viðstaddra, spurt um innihald matarins sem var á boðstólnum og fengið þau svör að allt væri hnetulaust, sem reyndist vera rangt.
Stuttu eftir að hún bragðaði á matnum upplifði hún mikla vanlíðan og átti erfitt með að draga andann. Brown var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin.
Brown var afar vinsæl á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega á Instagram og TikTok. Hún var mikill aðdáandi Disney-samsteypunnar og deildi áhuga sínum með þúsundum spenntra fylgjenda. Ein af síðustu færslum Brown sýnir hana á frumsýningu teiknimyndarinnar Moana 2 í lok nóvembermánaðar.