Jón Ármann Steinsson, útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni, segir að aðstandendur bókarinnar muni bíða eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar áður en lengra verður haldið varðandi gögn sem þeir vilja koma í hendur einhverra sem gætu rannsakað hvarf Geirfinns Einarssonar í Keflavík í nóvember 1974.
Jón Ármann Steinsson, útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni, segir að aðstandendur bókarinnar muni bíða eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar áður en lengra verður haldið varðandi gögn sem þeir vilja koma í hendur einhverra sem gætu rannsakað hvarf Geirfinns Einarssonar í Keflavík í nóvember 1974.
Jón Ármann Steinsson, útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni, segir að aðstandendur bókarinnar muni bíða eftir myndun nýrrar ríkisstjórnar áður en lengra verður haldið varðandi gögn sem þeir vilja koma í hendur einhverra sem gætu rannsakað hvarf Geirfinns Einarssonar í Keflavík í nóvember 1974.
Eins og fram hefur komið segist Jón Ármann vera með nýjar upplýsingar í málinu sem kalli á að rannsaka mannshvarfið upp á nýtt og út frá allt öðrum forsendum en gert var á sínum tíma. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu hefur Jón Ármann ekki afhent gögnin því hann telur ekki við hæfi að gögnin séu hjá lögregluembættinu í Keflavík þar sem hann segir margt hafa farið úrskeiðis við rannsókn málsins á sínum tíma.
Jón Ármann og aðstandendur bókarinnar hvetja fólk sem telur sig búa yfir einhverjum upplýsingum um mannshvarfið að setja sig í samband í gegnum Facebooksíðuna Leitin að Geirfinni.
Nánar er rætt við Jón Ármann í Morgunblaðinu í dag.