Hópur manna flaggaði fána sýrlensku stjórnarandstöðunnar í sendiráði Sýrlands í Moskvu í morgun.
Hópur manna flaggaði fána sýrlensku stjórnarandstöðunnar í sendiráði Sýrlands í Moskvu í morgun.
Hópur manna flaggaði fána sýrlensku stjórnarandstöðunnar í sendiráði Sýrlands í Moskvu í morgun.
Mennirnir stóðu á svölum sendiráðsins og klöppuðu og sungu er þeir flögguðu fánanum, sem er grænn, rauður, svartur og hvítur á litinn.
„Í dag opnaði sendiráðið og starfar nú á hefðbundinn hátt undir nýjum fána,“ sagði fulltrúi sendiráðsins við fréttastofuna TASS.
Rússar studdu Bashar al-Assad, fráfarandi forseta Sýrlands.
Assad og fjölskylda hans eru sögð vera komin til Moskvu, eftir að forsetinn flúði land er uppreisnarmenn ruddust inn í Damaskus, höfuðborg Sýrlands.