Formaður Félags leiðsögumanna segir mannbrodda vera orðna að staðalbúnaði í mörgum bílum ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi yfir vetrartímann.
Formaður Félags leiðsögumanna segir mannbrodda vera orðna að staðalbúnaði í mörgum bílum ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi yfir vetrartímann.
Formaður Félags leiðsögumanna segir mannbrodda vera orðna að staðalbúnaði í mörgum bílum ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi yfir vetrartímann.
Veitir það ekki af enda getur hálkan verið mikil á helstu ferðamannastöðunum, þar á meðal á Geysissvæðinu. Þar hefur sérlega mikil hálka verið undanfarið vegna aukinnar virkni í hverunum.
„Eftir þessar breytingar er þetta öðruvísi og hefur kannski komið mönnum aðeins í opna skjöldu en það er gott til þess að vita að menn sem starfa þar leggja sig fram við að tryggja svæðin,“ segir Halldór Kolbeins, ljósmyndari og formaður Félags leiðsögumanna, spurður út í aðstæður á Geysissvæðinu.
Spurður út í mannbroddana segir hann að fyrirtækið sem hann starfar hjá, Nice Travel, bjóði upp á þá og brýni fyrir ferðamönnum að setja þá á sig. Fyrir vikið hafi slysum þar sem fólk rennur til og meiðir sig fækkað til muna.
„Það er mjög algengt að menn fari út kokhraustir og komi svo eftir smástund og nái sér í broddana,“ segir Halldór, inntur eftir því hvort ferðamennirnir hlusti á hann. Hann nefnir að stór hluti þeirra sem hingað koma glími einnig við vetraraðstæður heima fyrir og kunni að klæða sig rétt.
„Fólk er yfirleitt mjög vel búið fyrir veturinn og margir koma með brodda með sér,“ bætir hann við og nefnir sem dæmi bandaríska konu sem fór gullna hringinn með stoppi í Hvammsvík á dögunum sem hafði sína eigin brodda meðferðis.
Einnig segir Halldór mikilvægt að benda ferðamönnum sem eru óvanir því að nota brodda að ganga ekki á þeim innanhúss.
„Það er búin að myndast ákveðin hefð í kringum þetta hjá þeim fyrirtækjum sem eru að bjóða upp þetta en það er spurning hvort þetta ætti ekki að vera staðalbúnaður hjá þeim öllum,“ segir hann um notkun mannbrodda.
Halldór segir aðstæður að vetri til á ferðamannastöðum hafa lagast með árunum en alltaf séu þó brotalamir inni á milli.
„Á mörgum stöðum er vikilega vel hugsað vel um hlutina en svo er náttúran auðvitað síbreytileg líka,“ segir hann.