Íslenska útivistarmerkið 66°Norður og efnaframleiðandinn GORE-TEX frumsýndu svokallaðan regnklefa í sænsku útivistarversluninni KA-YO sem er staðsett í NK-verslunarmiðstöðinni í miðborg Stokkhólms. Atvikið vakti mikla lukku.
Íslenska útivistarmerkið 66°Norður og efnaframleiðandinn GORE-TEX frumsýndu svokallaðan regnklefa í sænsku útivistarversluninni KA-YO sem er staðsett í NK-verslunarmiðstöðinni í miðborg Stokkhólms. Atvikið vakti mikla lukku.
Íslenska útivistarmerkið 66°Norður og efnaframleiðandinn GORE-TEX frumsýndu svokallaðan regnklefa í sænsku útivistarversluninni KA-YO sem er staðsett í NK-verslunarmiðstöðinni í miðborg Stokkhólms. Atvikið vakti mikla lukku.
Regnklefanum var stillt upp inni í versluninni þar sem fólk gat síðan mátað Hornstrandir GORE-TEX Pro-jakka og buxur og skellt sér í kjölfarið í alvöru rigningu eins og við þekkjum vel hér á landi. 66°Norður stefnir á að útbúa svipaðan klefa í verslun hér á landi. Þá geta viðskiptavinir verið vissir um að útivistarflíkin geri sitt gagn.
66°Norður hefur notið mikilla vinsælda í verslun KA-YO og komu fulltrúar þeirra meðal annars til Íslands í sumar til að taka upp markaðsefni sérstaklega fyrir sína miðla til að kynna vörumerkið fyrir Svíum.