Ætla að handtaka þá sem báru ábyrgð á pyntingum

Sýrland | 10. desember 2024

Ætla að handtaka þá sem báru ábyrgð á pyntingum

Uppreisnarleiðtogi Sýrlands hefur heitið því að taka höndum fyrrverandi háttsetta embættismenn landsins sem báru ábyrgð á pyntingum og stríðsglæpum.

Ætla að handtaka þá sem báru ábyrgð á pyntingum

Sýrland | 10. desember 2024

Abu Mohammed al-Jolani ávarpar hóp fólks í sýrlensku bænahúsi í …
Abu Mohammed al-Jolani ávarpar hóp fólks í sýrlensku bænahúsi í gær. AFP/Aref Tammawi

Uppreisnarleiðtogi Sýrlands hefur heitið því að taka höndum fyrrverandi háttsetta embættismenn landsins sem báru ábyrgð á pyntingum og stríðsglæpum.

Uppreisnarleiðtogi Sýrlands hefur heitið því að taka höndum fyrrverandi háttsetta embættismenn landsins sem báru ábyrgð á pyntingum og stríðsglæpum.

„Við munum ekki hika við að láta glæpamennina, morðingjana, yfirmenn öryggissveita og hershöfðingjana sem tóku þátt í pyntingum á sýrlensku fólki svara til saka,“ sagði uppreisnarleiðtoginn Abu Mohammed al-Jolani, sem núna notar raunverulegt nafn sitt Ahmed al-Sharaa, í tilkynningu á Telegram.

„Við bjóðum verðlaun handa öllum þeim sem geta útvegað upplýsingar um háttsetta einstaklinga innan hersins og öryggissveita sem tóku þátt í stríðsglæpum,“ sagði hann og bætti við að ný stjórnvöld í Sýrlandi ætluðu að hafa uppi á embættismönnum sem hefðu flúið land.

mbl.is