Elsta barn tónlistarhjónanna Jay-Z og Beyoncé, hin 12 ára gamla Blue Ivy, var stórglæsileg á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: The Lion King í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles á mánudagskvöldið.
Elsta barn tónlistarhjónanna Jay-Z og Beyoncé, hin 12 ára gamla Blue Ivy, var stórglæsileg á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: The Lion King í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles á mánudagskvöldið.
Elsta barn tónlistarhjónanna Jay-Z og Beyoncé, hin 12 ára gamla Blue Ivy, var stórglæsileg á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: The Lion King í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles á mánudagskvöldið.
Stúlkan, sem talsetur hlutverk Kiöru, mætti í fylgd foreldra sinna og móðurömmu, Tinu Knowles.
Blue Ivy klæddist einstaklega fallegum kjól úr smiðju Christian Siriano.
Beyoncé deildi myndum af dóttur sinni á rauða dreglinum á Instagram-síðu sinni að lokinni frumsýningu.
„Fallega stúlkan mín. Þetta er kvöldið þitt. Þú lagðir hart að þér og talsettir hlutverk Kiöru fullkomlega. Fjölskyldan þín gæti ekki verið stoltari. Haltu áfram að skína, skrifaði söngkonan.
Fjölskyldan gekk rauða dregilinn aðeins einum degi eftir að Jay-Z var sakaður um að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku, ásamt Sean „Diddy“ Combs, í samkvæmi hins síðarnefnda árið 2000.
Jay-Z, sem heitir réttu nafni Shawn Carter, vísar þessu á bug.