Oftast strikað yfir formanninn og varaformanninn

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

Oftast strikað yfir formanninn og varaformanninn

Kjósendur í Suðvesturkjördæmi strikuðu oftast yfir nöfn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í alþingiskosningunum í síðasta mánuði.

Oftast strikað yfir formanninn og varaformanninn

Alþingiskosningar 2024 | 10. desember 2024

Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skipuðu fyrsta og …
Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skipuðu fyrsta og annað sæti í Suðvesturkjördæmi hjá Sjálfstæðisflokknum. mbl.is/Ólafur Árdal

Kjósendur í Suðvesturkjördæmi strikuðu oftast yfir nöfn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í alþingiskosningunum í síðasta mánuði.

Kjósendur í Suðvesturkjördæmi strikuðu oftast yfir nöfn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í alþingiskosningunum í síðasta mánuði.

Þau skipuðu fyrsta og annað sæti lista flokksins.

591 kjósandi Sjálfstæðisflokksins strikaði yfir eða færði nafn Þórdísar Kolbrúnar neðar á lista flokksins og 544 kjósendur strikuðu yfir eða færðu nafn Bjarna.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða alls 14.997. Bjarni er fyrsti þingmaður kjördæmisins og Þórdís Kolbrún sá fimmti.

Þetta kemur fram í skýrslu yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis.

Oftast strikað yfir oddvita

Á lista Miðflokksins var nafn Bergþórs Ólasonar, oddvita flokksins, oftast strikað út eða fært neðar á listann, eða alls 109 sinnum.

130 kjósendur strikuðu yfir eða færð nafn Þorgerðar Katrínar, oddvita Viðreisnar, og 84 kjósendur gerðu slíkt hið sama við nafn Sigmars Guðmundssonar, sem skipaði annað sæti listans.

Kjósendur Samfylkingarinnar strikuðu oftast yfir eða færðu nöfn Ölmu Möller, oddvita flokksins, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, sem skipaði þriðja sæti listans. 106 kjósendur strikuðu yfir eða færðu nafn Ölmu og 102 kjósendur gerðu slíkt hið sama við nafn Þórunnar.

Sex kjósendur færðu eða strikuðu yfir nafn Guðmundar Inga Kristinssonar, oddvita Flokks fólksins, og þrír kjósendur gerðu slíkt hið sama við nafn Grétars Mar Jónssonar, sem skipaði þriðja sæti listans.

mbl.is